Saga - 1978, Page 195
ÁPORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN 189
urtók yfirlýsingu sína frá 1940 um að hún viðurkenndi
hann sem sendiherra Dana.43
Þegar Alþingi kom saman 4. ágúst, að afloknum kosn-
ingum, var haldinn lokaður fundur þar sem forsætisráð-
herra gerði grein fyrir afstöðu Bandaríkjamanna til lýð-
veldismálsins. Ákveðið var að skýra lagalega stöðu Islands
í bréfi, sem afhent var bandaríska sendifulltrúanum 8.
ágúst. Var bent á, að það væru ekki aðeins viss öfl á Is-
iandi, sem vildu rjúfa sambandið við Dani. Hver einasti
þingmaður væri því fylgjandi. Áætlanir ríkisstjórnarinn-
ar um lýðveldisstofnun 1942 hefðu verið birtar opinber-
lega og því væri óhjákvæmilegt að skýra frá ástæðunum,
Ýíði henni frestað. 1 lok bréfsins sagði, að hefðu Islending-
ar ekkert heyrt frá Bandaríkjamönnum fyrir 22. ágúst
uiyndu þeir halda áfram undirbúningi lýðveldisstofnunar.
Roosevelt var staðráðinn í að auka ekki ágreininginn
við Dani, og í bréfi frá Bandaríkjastjóm til íslensku
stjórnarinnar 20. ágúst var lögð áhersla á, að við venjuleg-
ar aðstæður, þ.e. á friðartímum, myndi Bandaríkjastjóm
aldrei reyna að hafa áhrif á óskir íslensku þjóðarinnar,
ea hún væri þess fullviss, að í ljósi ástandsins í heiminum
Væri þag j þágu allra, sem berðust gegn möndulveldunum,
að ekki yrðu breytingar á sambandi Islands og Danmerk-
ur.44
Bandaríkjamenn skýrðu Bretum ekki frá afstöðu sinni
^il sambandsslitanna fyrr en 31. ágúst, og breska stjórnin
gaf sendifulltrúa sínum í Reykjavík, Robert Ross,45 fyrir-
1Tl8eli um að hafa engin afskipti af málinu.46
44 ?' ^isher og N. Svenningsen, II, bls. 202—9.
Islenska ríkisstjórnin til C. J. Warners, 8. ágúst 1942, Ölafur
Thors til Wamers, 18. ágúst 1942 og Warner til Ólafs, 20. ágúst
45 Í942, SUl, db. 3/555, k. 1/86, m. III.
4e ^°War4 Smith lést í júlí 1942.
Símskeyti frá breska utanríkisráðuneytinu til R. Ross, 6. sept.
lð42, FO 371, nr. 32773/N 4472/3763/15.