Saga - 1978, Page 197
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN
191
í byrjun september að kanna ástæðuna til tilmæla Banda-
i'íkjamanna og hvort vænta mætti að þeir skiptu um skoð-
un. Thor kom til Islands mánuði seinna. Hann skýrði frá
því, að embættismaður sá í utanríkisráðuneytinu, sem f jall-
aði um málefni Islands, Hugh Cumming, hefði sagt sér,
að Bandaríkjamenn hefðu óskað þess að lýðveldisstofnun-
inni væri frestað vegna þess að fulltrúar þeirra og njósn-
arar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hefðu tjáð þeim, að
tafarlaus sambandsslit væru talin óheppileg. Cumming
bætti við, að Bandaríkjastjórn efaðist um rétt Islendinga
til að rjúfa sambandið þegar í stað og myndi stjórnin þakk-
lát, ef lokaskrefinu yrði frestað. Cordell Hull, utanríkis-
Táðherra Bandaríkj anna, fullvissaði Thor um, að Banda-
Tíkjastjórn myndi ekki sjá neitt athugavert við lýðveldis-
stofnun eftir árslok 1943. Thor sagði, að hann vissi ekki
til hvaða aðgerða yrði gripið, ef Islendingar virtu ekki ósk-
ít Bandaríkjamanna, en væri viss um að þeir myndu glata
vináttu þeirra og virðingu. Thor hafði spurt Cumming um
það umbúðalaust, hvort frjálsir Danir hefðu haft áhrif
á ákvörðun Bandaríkjastjómar, en því hefði hann eindreg-
ið neitað. Thor sagðist ekki draga þetta í efa, að minnsta
kosti hvað við kæmi Dönum í Washington, því að Kauff-
^ann hefði verið á ferð á Kyrrahafsströndinni, þegar um
málið var fjallað.
Þegar Ólafur Thors hafði hlýtt á skýrslu Thors, kvað
hann það álit sitt, að eina ástæðan til tilmæla Bandaríkja-
stjómar væri sú, að hún vildi firra sig ásökunum um að
hún hefði neytt Islendinga til að rjúfa sambandið við
óani.5<)
Ekkert bendir til þess að Thor Thors hafi skjátlast varð-
andi Dani í Washington, en Bretar höfðu þá grunaða, því
að fyrstu fregnimar, sem breska utanríkisráðuneytinu bár-
ast um tilmæli Bandaríkjastjói-nar til ríldsstjómar Islands
50 Fundargerð utanríkismálanefndar, 6. okt. 1942, SUÍ, db. 3/555,
k. 1/86, m. III.