Saga - 1978, Síða 198
192
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
komu frá Reventlow, sem kvað heimildarmann sinn full-
trúa í danska sendiráðinu í Washington.51
Tilmæli Bandaríkjastjórnar voru birt opinberlega í októ-
ber og voru þeir gagnrýndir í blöðum fyrir að hafa ekki
staðið við ioforð sitt um að viðurkenna frelsi og fullveldi
Islands. Bretar fóru ekki varhluta af gagnrýninni heldur,
því að margir Islendingar töldu þá á sömu skoðun og
Bandaríkjamenn.52 Ríkisstjórn Islands fannst ólíklegt,
að Bandaríkjamenn hefðu borið fram tilmæli sín án vit-
undar og samráðs við bresku stjómina, og Pétur Bene-
diktsson, sendiherra í London, var spurður í nóvember
1942, hvort hann vissi hver væri afstaða Breta til máls-
ins. Hann svaraði neitandi og fleiri tilraunir voru ekki
gerðar til að komast að hinu sanna.53
Telja má, að afskipti Bandaríkjanna hafi ekki vakið
meiri reiði á Islandi en raun bar vitni, vegna áskorunar
sextíu og eins málsmetandi Islendings til Alþingis sumarið
1942 um að kveða ekki á um framtíðarstjórnskipan Islands
fyrr en Islendingar og Danir gætu gert út um mál sín
frjálsir og óháðir.54
1 júnílok 1942, meðan íslenska ríkisstjórnin áformaði
lýðveldisstofnun á árinu, hafði Jóni Krabbe verið falið að
kunngjöra Kristjáni konungi og dönsku stjórninni fyrir-
ætlanimar. Bréfið með fyrirmælunum barst honum ekki
fyrr en í ágústlok. Hann ræddi þá málið við Vilhelm Buhb
forsætisráðherra, sem tekið hafði við að Stauning látnum-
Buhl kvað hryggilegt að Islendingar ætluðu að rjúfa sam-
bandið án viðræðna og áður en sáttmálinn félli úr gildi-
51 Athugasemdir starfsmanna breska utamíkisráðuneytisins, 28.
sept. 1942, FO 371, nr. 32751/N 4927/111/15.
52 John McKenzie, blaðafulltrúi Breta í Reykjavík, til M.L. Clarke,
skrifstofumanns í Norðurlandadeild breska utanríkisráðuneytis-
ins, 12. sept. 1942, FO 371, nr. 32751/N 4972/111/15.
53 Ólafur Thors til Péturs Benediktssonar, 10. nóv. 1942, SUÍ, db-
3/555, k. 1/86, m. III.
54 Bjöm Þórðarson, bls. 534.