Saga - 1978, Blaðsíða 207
SAGNFRÆÐI OG FÉLAGSFRÆÐI
201
brautryðjendanna, að beita óspart hinni nýju rannsókn-
artækni til þess að færa sönnur á „wie es eigentlich ge-
ivesen“ skv. hinni frægu setningu Rankes — hvað hefði
gerst í raun og veru í fortíðinni. Hægt og sígandi létti þoku
arftekinna þjóðsagna og goðsagna af sviði sögunnar eftir
því sem sagnfræðingar drógu fleiri heimildir fram í dags-
ljósið og rýndu þær ofan í kjölinn. „Æðsta lögmál sagn-
ritarans er að leggja staðreyndirnar á borðið kvitt og
klárt“, hafði Ranke sagt ennfremur, og lærisveinar hans
skildu hlutverk sitt þannig, í fullu samræmi við boðorð
raunspekinnar, að þeir þyrftu ekki annað en safna í sjóð
eins mörgum staðreyndum og heimildir leyfðu um einstaka
atburði fortíðarinnar, raða þeim í rétta tímaröð og láta
þær síðan tala sínu máli. Sagnfræðingurinn var nánast því
álitinn ópersónulegt verkfæri í höndum hinnar raunspeki-
legu, þ.e. vísindalegu, forsjónar. Hversu óvirkur hann var
talinn í hlutverki sínu kemur vel fram í skrýtlunni sem
sögð er af Fustel de Coulanges, hinum þekkta franska
sagnfræðingi; einhverju sinni, þegar hann var að flytja
fyrirlestur um stofnanir Franka, klöppuðu stúdentar hon-
um óvænt lof í lófa. „Mínir kæru", sagði hann, „klappið
ekki. Það er ekki ég sem tala, heldur sagan sem talar gegn-
um mig".1) Jafn sannfærður og Fustel var um það að
hann flytti hinn „vísindalega sannleika" óbrenglað afneit-
aði hann því hæversklega að hann ætti sjálfur nokkurn
þátt í að úrskurða um hann.
Menn gátu hugsað eins og Fustel með góðri samvisku á
19. öld, tímabili hinnar hlutlægu sagnritunar, sem var um
leið öld linnulausrar staðreyndasöfnunar. Markmiðið sem
þessi þrotlausa söfnunariðja átti að þjóna var það sem
Acton lávarður hinn enski kallaði ultimate history, hin
') S. W. F. Holloway, History and Sociology: What History is
and what it ought to be, í W. H. Burston, útg., Studies in the
Nature and Study of Histonj (London: Routledge & Kegan
Paul, 1967), 1—2.