Saga - 1978, Blaðsíða 211
SAGNFRÆÐI OG FÉLAGSFRÆÐI
205
Saga og samtíð
Af fyrmefndum þremenningum gekk Croce lengst í að
staðhæfa samtímatilgang sögunnar. Víðfleyg er þessi
klausa hans: „Öll sönn saga er samtímasaga", þ. e. hún
felst öðru fremur í því að skoða fortíðina í ljósi nútíðar,
vandamála hennar og hugðarefna. Sagnfræði getur því
ekki verið fólgin í því að skrásetja það sem er fyrirfram
gefið, utan reynslusviðs sagnfræðingsins, heldur hlýtur
að koma til mat og túlkun; eða hvernig gæti sagnfræð-
ingurinn vitað ella hvað er skráningar vert? Einn áhang-
enda Croces, bandaríski sagnfræðingurinn Beard komst
svo að orði: „Enginn sagnfræðingur getur lýst fortíðinni
eins og hún var í raun og veru ... verk hvers sagnfræð-
ings, þ. e. staðreyndaval hans, áherslur, úrfellingar, efnis-
í’öðun og framsetning, dregur dám af persónuleika hans,
samtíma hans og þeim aðstæðum sem hann lifir við“.x)
Og á öðrum stað skrifar hann: „Það ætti að vera okkur
léttir að hafna alvisku, viðurkenna að sérhver kynslóð, að
okkar eigin meðtalinni, hlýtur óhjákvæmilega að skilja
fortíðina og sjá fyrir sér framtíðina í ljósi sinnar eigin
takmörkuðu reynslu.“1 2)
Eins og hér kemur fram vildu Croce og fylgjendur hans
oyða hinum hlutlæga, raunspekilega skilningi á hug-
takinu söguleg staðreynd og hefja til vegs nýja tegund
sagnfræði þar sem huglægni- og afstæðissjónarmið réðu
i’íkjum. En þeir létu sér ekki nægja að gera sagnfræðing-
inn að barni síns tíma, eiginlegum höfundi þeirrar þekk-
ingar sem hann sótti í greipar vitnisburða um fortíðina,
heldur endurmátu þeir með róttækum hætti alla afstöðu
1) Ch. A. Beard, Eeview of „The Problem of Historical Know-
ledge“ eftir M. Mandelbaum, American Historical Review
XLIV 1939, 171—172.
2) Tilvitnun hjá M. Mandelbaum, The Problem of Historical
Knowledge (New York, 1938), 18.