Saga - 1978, Page 220
214
LOFTUR GUTTORMSSON
hins raunspekilega skilnings þar sem hún var lögð að
jöfnu við fyrirfram gefna atburði fortíðar. Hér var lögð
áhersla á að fortíðin væri ekki samheiti við sögu (í merk-
ingunni sagnfræði): sagnfræðingar rannsökuðu ekki for-
tíðina sem slíka, heldur þær leifar fortíðar sem hefðu
varðveist til líðandi stundar (t.d. ritaðar frásagnir, verð-
lista, áletranir, túngarða, húsatóftir o.s.frv.). Það væri
tæknilegt viðfangsefni sagnfræðinga að meta gildi slíkra
leifa og vinna úr þeim sagnfræðilega vitneskju. Fortíðin
öðlaðist því aðeins líf í nútíðinni að menn gengju á vit
þessara leifa, legðu fyrir þær spumingar og gerðu þæi'
þar með að sögulegum heimildum. Eftir þessum skilningi
var sagnfræðingurinn sjálfur hluti af sögunni og fræði
hans samtímasaga eins og Croce komst að orði — and-
leg starfsemi sem fer fram „í núinu og í höfðinu."1) Af
þessu hafa nútíma fræðimenn ályktað sem svo að í starf-
semi sinni hafi sagnfræðingurinn svipaða afstöðu til sögu-
legra heimilda og hver annar einstaklingur til umhverfis
síns: hann sé í senn frjáls og bundinn, „hvorki auðmjúkur
þræll né harðstjóri staðreyndanna" sem hann vinnur úr
heimildum sínum.2)
Til hughyggjuskólans má með nokkrum rétti rekja þenn-
an díalektíska skilning á sagnfræðilegri starfsemi og er
hann viðurkenndur af flestum nútíma sagnfræðingum sem
hafa á annað borð fjallað um „eðli sögunnar.“3) Á hinn
bóginn er ástæða til að vefengja þann þátt í sögu-
speki hughyggjunnar — einkum hjá Collingwood — sem
lýtur að afmörkun sagnfræðilegra viðfangsefna og þá um
leið tengslum sagnfræði og þjóðfélagsfræða. Því ef viður-
1) G. St. Jones, Frora historical sociology to theoretical history,
British Journal of Sociology, 27 (sept. 1976), 296.
2) E. H. Carr, Op. cit., 29.
3) Sjá, auk áður ívitnaðra rita eftir Clausen, Carr og Marwick,
H.-I. Marrou, De la connaissance historique (Paris: Éditions
du Seuil, 1959).