Saga - 1978, Page 228
BJÖRN SIGFÚSSON
Gengið á hönd nútímahlut-
verkum nyrðra
7. Menn ummyndast í vörnum. gegn selstöðuverslun og landflótta.
Tilefni þessarar greinar er vitneskja um skarpmótað kynslóðabil,
sem fram kom í bókinni Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga ... Rvk
1977, e'ftir Gunnar Karlsson. Greinarhöfundur var 2. andmælandi
af háskóladeildar hálfu þegar ritið var varið til doktorsnafnbótar
22.3. 1978, og bindur sig einkum við sama viðfangsefni og var þann
dag í meginhluta ræðu hans; auðvitað fær þó tímaritsgrein almennari
viðmiðun í tíma og rúmi.
Tilraun til að gera í Sögu í ofstuttu máli viðhlítandi tengingar
milli dreifðra hluta, sem ýmist eru metnir vera af staðreyndatali
eða eru ályktaðar forsendur fyrir að hinir þekktu hlutir hafi getað
átt sér stað, spratt fram við þær aðstæður að hafa þurft þann 22.3.
að túlka innihaldið í klukkustundar ræðu og kjósa nú á eftir að fylla
ekki í eyður hennar meira en svo að umgerð tilraunarinnar fái að
mestu haldizt.
.4 fyrsta skeiði eftir að Alþingi endurreis hafði Jón Sigurðsson
forseti margoft sýnt löndum sínum að sakir skorts á borgarastétt,
þegar frátaldir voru opinberir starfsmenn í greipum Dana og
verzlunarmenn undir þvingunum, yrði bændastétt vor að gegna
þeim borgarastéttarhiutverkum, sem hún réði með nokkru móti við,
sérlega á sviðum stjórnmála og viðskipta, svo og ná sér í brýnustu
menntun sjálf.
Um 1850 höfðu Suður-Þingeyingar mannazt eftir vonum eða i
mörgu til jafns við ýmis byggðarlög Vesturamtsins, en í engu
framar, og sama má segja um Eyjafjörð, sem raunar átti vísi að
borgarastétt á Akureyri. En það er rétt, sem Gunnar Karlsson
telur, að þetta fól ekki í sér neina tiltekna spásögn um hvað átti eftu
að gerast í S.-Þing. og Eyjafirði fram til aldamóta og þar á eftii-
Kenning um gáfnaljós, sem kviknað hafi síðan á, væri líka fánýt
skýring. Þann aldarhelming var í hverjum landshluta síður hörgull
á vel greindum mönnum en á framkvæmdum, sem væru greind þeirra
samboðnar. Þó mikið lið yrði að mönnum í fremstu röð greindar,