Saga - 1978, Síða 229
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
223
segjum t.d. Einari í Nesi, Benedikt á Auðnum, Sigurjóni á Litlu-
Laugum, var það meir annarra hlutskipti að standa af sér fcrotsjói
í félagsmálabaráttu. Ekki stóðu menn í S.-Þing. á merg auðsældar
heldur hún var stöðugt í héraðinu; allar ættir þekktar þaðan
voru rétt bjargálna. Áhrifamikið fordœmi gaf saga Jóns á Gaut-
löndum, sem var þingmaður 1858—89 og beitti sér löngum ótrauður
fyrir hverju því máli, sem mikill partur kjósenda hans vildi styðja
hann til. Þess gætti eigi að firring tækist milli hans og héraðsbúa
þó hún sé vön að takast, oftar en hitt, hvar sem fulltrúi slíkur gegn-
ir hefðarstöðu um áratugi. Áhrifin af stökum fordæmum vekja
bændametnað og koma bæði fram í rótfestri lýðræðishefð síðasta
aldarfjórðunginn og í kappi nokkurra manna um 1886 og síðar að
taka að sér lík hlutverk og Jón á Gautlöndum sem kjörnir bænda-
fulltrúar. Margfalt stærri hópur á þingeysku (og eyfirzku) sjónar-
sviði 9. áratugsins og síðan hafði keppt eftir að menntast og mann-
ast til nýrrar fjölbreytni, ungs tímaviðhorfs. Könnun ferils heim-
ilar okkur að líta á þetta sem seint fram komið svar við fyrri áskor-
unum Jóns forseta á bændur að gerast ígildi borgarastéttar. ónógt
svar að vísu; þarna varð um svo margþætta útbreiðing hlutverka
að ræða þegar fyrir 1900, sérlega milli manna úr S.-Þing., að breikka
tarf skýringargrundvöll umræðunnar. Skerf hefur dr. Gunnar lagt
til þeirrar breikkunar að mörgu leyti. Og hann telur ungu mennina,
sem á 9. áratugnum sóttu, í skjóli Jóns á Gautlöndum og séra Bene-
dikts Kristjánssonar þingmanns, fram til hlutverka, sem biðu, hafa
verið eitt merkasta tákn nýs tíma á landinu, telur þá ólíka fyrirrenn-
urunum og einna sérstæðustu sönnunina um að eitthvað sé til, sem
verðskuldi heitið þingeysk menning aldamótanna.
Það sem kallaði nýju kynslóðina fram í dagsljós, var flest í
tengslum við baráttu fyrir lífi og sigri Kaupfélags Þingeyinga, sem
stoffnað hafði verið 1882, en í sömu hreyfingu spruttu brátt upp
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri (1886) og allmörg smærri sem
kunnugt er. Af víðfeðmi og langlífi hreyfingar álykta menn að sjá
Verður það, sem gerðist, í landssamhengi. Nægir að telja upp án
skýringa sumt, sem olli að fyrrnefnd borgarastéttarhlutverk bænda
^ðu, sérlega eftir 1900, mjög frábrugðin þeim, sem þörf hefði
kallað eftir í tíð Jóns forseta.
Frá miklum sjálfsnægtabúskap, tengdum miðaldalegu tæknistigi,
færðist Island þrep fyrir þrep inn í evrópsk viðskipti, flutti m.a.
sölu helztu afurða a.m.l. til Englands í stað Danmerkur. Þingeyskai
ufurðir, s.s. saltfiskur, saltkjöt og sauðir seldir á fæti erlendis, voru
hla háðar verðsveiflum. Kornþörf til manneldis var þá í mesta lagi.
Ljargrajðistími ársins var mjög stuttur, bæði til sjósóknai, úr