Saga - 1978, Page 230
224
BJÖRN SIGFÚSSON
slæmri höfn, til heyfengs, málnytu og hvers kyns fæðuöflunar. Þó
t.d. kartöflurækt yxi má víst draga frá túnræktargetunni þann áhurð
og vinnu, sem í hana fór og skilaði sjaldan miklu; frostár voru tíð.
Breytt veðrátta eftir 1920, tækni og bætt útsæði gerðu loks stórmun
á. Háfi verkefnaskortur á vetrum fyrir þá þingeysku bændur, sem
nutu einhvers vinnufólks á bænum, stutt betur að bókmenningu
þeirra og fundahöldum en gerðist í öðrum héruðum (Frelsisbarátta
VI, 4), þá er það rétt túlkun á hátterni, en skýrir tæplega hví ekki
urðu aðrir valkostir í fyrirrúmi hjá mönnum. T.d. hefði fullkomnari
tóvinna og gerð seljanlegra smíðishluta verið í meiri rökréttum
tengslum við sjálfsnægtastefnuna. Fyrir sjálfsnægtadraumi hafði
eldri kynslóðin barizt.
Ameríkuflutningar Suður-Þingeyinga 1873—93 ollu mikilli ólgu
í skapsmunum margra, sem eftir sátu og syrgðu, en þurftu jafn-
framt að gera upp við sig afleiðingar af eigin valkosti, þeim að
þeir sætu áfram land sitt. Þeir urðu ónógari sjálfum sér um lífs-
björgina þarna nyðra en í flestum öðrum landshlutum þó sýslan
sé ekki að öðru leyti slæm; verzla þurfti mikið. Kapp lagt á afurða-
sölu erlendis til peningaöflunar, á kostnað heimaneyzlu á afurðum,
og kappsemi við að sækja í erlend rit það, sem þurfti til að breyta
Íslandi, eru tveir af ríkustu þáttunum, sem auðkenndu Suður-Þing-
eyinga á lokafjórðungi 19. aldar. Það er úrelt skýring að hallærn
kannski flest þau eru komu á 13.—19. öld, hafi verið „farg sem
þrýstir fjöður fólgins lífs,“ — og því verði norðlenzka náttúran
frjáls. — Mörgum skynbærum mönnum, að mestu óháðum innbyrðis,
hefur orðið ljóst að Ameríkuferðir voru bæði ögrun og hvati (cata-
lysator) á marga heima fyrir, en sami hvati stýrði svo vissulega
áfram flutningi þjóðmeirihlutans í bæina. „Flytjum saman, byggjum
bæi, bæir skópu hverja þjóð,“ kvað Matthías skáld Akureyrar.
Merkilegur geiri þessa rannsóknasviðs er samtímaummyndun al-
þýðuhugarfars frá sjálfsnægt til peningabúskapar. Orsakir voru
margai-. En hafi nokkur Ameríkuhugsjón hinna vesturfluttu verkað
tafarlaust heim til gamla landsins, var það sú að læra að meta af-
urð sína og einnig vinnu sína til peningagildis. Það var eldri mönn-
um ótamara, stundum líka talið syndafallsfyrirbrigði, sem K. Þ.
hóf í tölu dyggða.
Sauðasala fyrir enska peninga var hvati í sömu átt og hafði rek-
ið eftir kaupfélagsstofnun. Ummyndunin á K. Þ. um 1890 (sölu-
deild) og stærri skref tekin í KEA (einkum eftir ummyndun þeSS
1906) eru svo kunn saga að rétt þarf að nefna hana á nafn. Menn
sjá þá strax togkrafta nýja tímans. Fálmandi andsvör við slíkum
kröftum, ögn háð spásögn Benedikts á Auðnum, greina nýja kynslóð
á 9. áratugnum frá kynslóð Jakobs Hálfdanarsonar og Guðjohnsens.