Saga - 1978, Page 231
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
225
Hugtök pólitískrar félagsfræði varða breytinguna fyrr en hún
gerðist óafturkallanleg hagsögulega.
Framfaraaðlögun, í amerísku máli ”modemization“, er nýlegt
heiti á þess kyns siðaskiptum, sem öll nýfrjáls þróunarlönd keppa
eftir á seinni hluta 20. aldar. Sú hsetta var fyrir dyrum, að menn
evrópskrar tungu, trúar og lifnaðarhátta ryddu, þó þeir gjarnan
mntfæddir væru, menningu heimalands gersamlega til hliðar og
viðurkenndu aðeins þá, er þeir sjálfir höfðu; spænska drottnunin í
S.-Ameríku er dæmi slíks. Þveröfug útkoma úr árekstri menning-
arforma þekkist líka; nefna mætti Kambodíu og stefnuskrá Idi Am-
ms í Uganda. En förum nú sem skemmst út í almenn dæmi. Það
er undir svo breytilegum aðstæðum komið hvar framfaraaðlögun
Wisstígur sig. Og sé hún aðeins nútímgun dæmist hún sem tízka.
Aðlögun þarf að gerast tvíhverf, ekki gerast öll á aðra hliðina.
Og með vestræna hugtakinu framför er táknuð summa góðs árangurs
fyrir mestan eða mikinn hluta viðkomandi samfélags, en það slæmt,
sem hvers kyns stórbreytingum mun alstaðar fylgja, má þá ekki
vera mikið né þesslegt að það eitri samfélagið, þjóðina uppvaxandi.
Það er því hún sjálf, sem verður að fá að velja og hafna vissum
aðlögunarþáttum á báða bóga. Til þess þarf hún sjálfsforræði eins
°S þjóðfrelsismaðurinn sr. Benedikt í Múla, alþingismaður lengst af
3 875—93; komst margoft að orði; njóti hún þess fær hún af innra
eðli sínu næga ”identity“, þ.e. gilding eða sjálfsvirðing, sem leið-
beinir allri ákvarðanatöku. Vísa má í Ný félagsrit um allar kjarna-
^ugmyndir þessar þó sjaldan sé orðaval um þær hið sama og nú er
haft. Ummyndun fólks nyrðra í aldarlok mun hafa gripið grynnra
niður í lundarfar þess en skynjunina á nægri gildingu sinni. Þannig
Var þingeyska „loftið.“
Afrekshugur og árangursvon í brjósti ungra manna er óhjákvæmi-
Njasta forsenda þess að nokkuð miði til framfaraaðlögunar. Sál-
r*ðimenntaðir sögumenn hafa sýnt fram á öldugang framfara í
^erkilegu afleiðingasamhengi við undanfarna bylgju bjartsýnisupp-
6 dis, en á hinn bóginn rökrætt kyrrstöðu bundna við innhverft sið-
eim þjóðar og annaðhvort við kæruleysi eða sjálfbrigzlaskeið nokk-
U1t- Auk öldugangs í för með sterkum vestrænum tízkustefnum
Su.ma áratugina má vænta að heimsálfur og þjóðir þeirra grípi harla
misfljótt við framfaraaðlöguninni. Hérlendis stóð meira á ýmsu öðru
6u afrekshuginum til að geta vakið ”modernization“. Þess vegna
Vissi Jón forseti hvað hann var að gera er hann eggjaði óbreytta
;endur að grípa hlutverk borgarastéttar.
Til þess að geta lyft samfélagi á hærri tröppu (level) en það var
aif útbreiðing innan þess á brýnum einstaklingshlutverkum. Sumir
15