Saga - 1978, Qupperneq 232
226
BJÖRN SIGFÚSSON
telja þá dreifing og meðvitaða upptöku á nýju hlutverki vera sjálfa
óafturkallanlegu stökkbreytinguna, er nefnist modernizaton. Sagt
er hún komi yfirleitt fyrr en afleiðingar stökksins eru nokkuð farnar
að bæra á sér í skipulagsbreytingu og hagskýrslum. 1 fljótu bragði
séð virðist efnalegri söguskýringu þarna steypt á koll, höfuðið látið
vita niður. Sögulega séð er áberandi í hverri álfu, nú í 3 aldir
a.m.k., hve mönnum og stéttum hinna „nýju hlutverka“ verður
hvarvetna umhugað að hrinda eldra slyðruorði af þjóð sinni, kalla
það endurreisn á frægu „fornu“ eðli hennar. Framfaraaðlögunin
hafur haft í för með sér meiri og minni þjóðfrelsisbaráttu, oftast
undir merkjum pólitísks einsflokkskerfis andspænis herraþjóð eða
andþjóðlegu kröftunum, og kemur þetta heim við ísland á seinni-
hluta 19. aldar.1)
Algengt er að skólun áhugasamrar alþýðu sé í þróunarlöndum
unnin með einhverju herútboðssniði (mobilization) þó ekki sé fyrir-
hugað (nema í fáum tilfellum) að beita því liði til hernaðar. Þjóðliðið
þingeyska 1884—88 var líka skipulagt eftir svo langsóttum fyrir-
myndum (Einars í Nesi), óhentugum fyrir stjórnmálaflokk, en það
var vafalaust nothæfara til skólunar, sbr. t.d. hinn mikla árangur 1
því efni síðar í samtökum góðtemplara og skáta. Þarna var betn
kennsla í útbreiðingu hlutverka, síðan voru valdir úr þeim hópi marg-
ir menn til starfa í sveitar- og héraðsmálum, deildarstjórar kaupfe-
laganna flestir, huldufélagsmenn allir, og höfðingi Þjóðliðs varð 10
árum eftir stofnun þess þingmaður ævilangt, auk þess að vera
lengstaf kaupfélagsformaður. Keppni hinna ungu um að vera gjald'
gengir í Þjóðlið og eftir það hlutgengir nærfellt í hverri raun, var
langsterkasti breytingavakinn, sem gerði mikinn hluta æskukynslóð-
ar, er var að vaxa í S.-Þing. rétt fyrir 1890, viðbúinn framtíðinm
með einhverjum þeim hætti, sem aldrei hafði fyrr verið stundaður.
Gildi þessarar heildarniðurstöðu, sem aftur varð forsenda þess, ei
gerðist upp úr aldamótum á Húsavík og í öllum stöðum þar, sem
kaupfélög þóttust eiga eitthvað verulegt til þingeyskrar reynslu að
sækja, raskast elcki þó sýna megi sterkar líkur þess að hver ein-
staklingur um sig átti eftir mjög djúpar rætur í fortíð sinni. EngJr
1) Benda má hér á fáein rit, nærri af handahófi:
Merkl, Peter H.: Modern comparative politics. Hinsdale, IllinoiSi
USA, 1970.
Apter, David E.: The politics of modernization. Chicago 1965.
McClelland, David C. and Winter, D. G.: Motivating economic
achievement. New York, 1971.
Welch, Claude E. (ed.): Political modernization. A reader 111
comparative political change. Belmont, California, 1967.