Saga - 1978, Side 233
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
227
af forystumönnunum báru sálarlífseinkenni þeirra, sem frelsazt hafa
inn í trúarsöfnuði og skilið, með heitri afneitun fyrra líferms, sinn
fyrri Adam eftir bak við fortjald liðinnar sögu. Með þess kyns
»frelsun“ og fortjald höfðu þeir ekkert að gera. Þvert á móti var
þeim annt um að muna öll hin stuttstígu framfaraspor foreldra og
afa, vildu bæði vera arftakar þess fólks og frægra manna úr íslend-
ingasögunum.
Á 16. öld höfðu gerzt hér siðaskipti og þorrinn af klerkum Hóla-
biskupsdæmis varðveitti áfram rækt sína til horfinna kynslóða hins
eldri trúarskilnings, jafnt og almúginn. Af ýmsu ræð ég að harka
sem kom fram hjá hófsmönnum, t.d. Pétri á Gautlöndum, gegn hinu
eldra siðavaldi (sýslumanni og „faríseum") og nefnd verður í III.
kap., hafi verið í augum þeirra hernaðarleg nauðsyn svo unnir eða
vaantanlegir sigrar gengju ekki nýaðlöguðu kynslóðinni úr greipum.
Pólitísk nauðsyn festir ekki eins djúpar rætur og ramma ósáttfýsi
°g trúarskoðanir gera, en leggst þó um stund með fullt eins miklum
ákafa í skapsmunina. Sama gildir um bráða verkun og skammlífi
þitans, sem einstök skáld kyntu undir á tímabili.
III. Dýrð-inni rsent af kreddukirkju og stjórnarskrárþjóðhetju.
Þjóðernisfrjálshyggjumenn og flestir þingmenn 19. aldar álitu
sig óstéttbundna og hafna yfir þann meting hverjum þegntegund-
um skyldi auðnast að stýra Islandi eftir að stjórn þess yrði öll inn-
lend nema konungsvaldið, sem takmarka bæri. Það örlar á mismun-
nndi lýðræðishugmyndum en menn sneyddu hjá árekstrum í lengstu
lög, annað kallaði að. Um leið og bragð af hendi Benedikts Sveins-
sonar drap þá „miðlun“ 1889, sem hefði átt að leiða til slökunar á
þráteflinu og veita svigrúm til innlendra framfara, spratt fram sú
skoðun meðal þjóðliðsmanna og víðar að frv. Benedikts til endur-
skoðunar á stjórnarskrá væri ekki aðeins vonlaust um framgang í
dönsku íhaldsráðuneyti, heldur styddi það í reynd ekki að öðru en
k°ma síðar meir jafnslæmri embættismannaklíku til valda her
keima. Krafa imi lýðstjórn án nokkurra Danaafskipta kom líka til
°i-ða í bréfum frá og til Péturs á Gautlöndum (Frelsisbarátta, s.
l91); tekið var frarn um leið að þolinmæðibið þyrfti lengi uns slikt
vasri kleift. Lausn úr efnahagsánauð selstöðuverslana og danscs
'narkaðar varð æ stærra markmið. Lausn undan skoðanamótun e n
^Vnslóðar, rammlega studdri af þorra presta á einn og annan hátt,
v^r eftir 1890 í fyrsta sinn orðin að meginmáli baráttunnar fynr
ttýrri tíð. Þetta verkaði á leit yngri kynslóðar að forystumonnum
°e krafðist þá einnig hins að svipta einhverja aðila dýrðinm. Dyrð
sð, sem hér varðar, heitir í félagsfræðimáli „charisma.