Saga - 1978, Blaðsíða 234
228
BJÖRN SIGFÚSSON
Markmið geta örsjaldan náðst svo fljótt sem Sigurði Jónssyni í
Yztafelli finnst í Þjóðólfi 10. júlí 1891 að búið sé að ná gagnvart öfl-
ugum kaupmanni og valdsmanni sínum. Hann skrifar selstöðukaup-
manninum: „þið B. Sv. eruð hvorki svo skaðlegir, afskiptasamir né
áhrifaríkir í héraði að oss félögum hefði getað fundizt nauðsyn til
bera að stofna leynifélag til þess að ofsækja ykkur.“ Þessi lands-
fræga málalokaályktun, sem Pétur á Gautlöndum og fleiri stóðu
að með Sigurði, þarf skýringa, sem reynt skal að benda hér ögn
nánar á. Hitt að samtímis var unnið gegn „kreddukirkjunni“ í sama
valdsviptingartilgangi liggur e.t.v. ekki eins ljóst fyrir í dagsett-
um heimildum, en verður nefnt í kaflalok.
Stuttorðust yfirlitsfrásögn glímulotunnar, sem Huldufélagið háði
fyrrihluta ársins 1890 (auk eftirkasta fyrrihluta næsta árs), mun
vera sú, sem Gunnar Karlsson hefur gert (Frelsisbarátta, s. 239-40),
enda býst hann ekki við áhrifum af þessu fyrr en lokið sé tíma-
mörkum bókar sinnar. Hann telur upp hvað menn viti hafa gerzt
á leynifundum félagsins: „Þar mun hafa verið skipulögð mikil að-
för að Benedikt Sveinssyni sýslumanni, sem stefndi að því að losna
við hann úr embætti [tilvitnun í dagbók Snorra Jónssonar 18. nóv.
1889, 28. febr. og 18. apríl 1890]. Benedikt var kærður fyrir að
þiggja mútur af uppboðsfé. Lögreglurannsókn var gei-ð vegna
kærunnar, en ekkert þótti sannast á Benedikt. Undirbúning þing-
málafunda bar einnig á góma ... Málefni Kaupfélags Þingeyinga
voru frá upphafi eitt helsta hugðarefni félagsmanna. Stofnun sölu-
deildar Kaupfélagsins mun fyrst hafa verið rædd og undirbúin i
Huldufélaginu."
Mál þetta var lengi á orði haft nyrðra og var hið eina, sem átti
eftir að lifa til sannindamerkis um að leynibrugg hafi gert félagið
voldugt. Kæra þessi var gerð af 18 mönnum í félaginu 18.4. 1890
og afhent daginn eftir Havsteen amtmanni á Akureyri. Hann fram-
sendi tafarlaust kæruna og allar tiltækar upplýsingar til sakborn-
ings, bað hann hreinsa sig undan grun, einkum með vottorði fi'a
Húsavíkurfaktor Guðjohnsen, sem kæran taldi aðalmútugjafann, •—
þess efnis að ekkert ámælisvert hefði þeim farið í milli, — og loks
nefndi amtmaður „Undiröldu", þ.e. Huldufélagið, sennilega í fynr"
spurnartilgangi í bréfi sínu til sýslumanns. Lögreglurannsóknina,
sem nefnd var, létu yfirvöld sýslumann Skagfirðinga gera norður
á Melrakkasléttu meira en ári eftir að þeim barst kæran; er það
naumast frásagnarvert. Miklu nær atburðum er fyrsta varnarskjal
Benedikts til amtmanns, bókað í amtsbók við 19. apríl (Þing. V C
22). Fylgt hefur því varnarskjali játningarvottorð Guðjohnsens um
að hafa ásamt J. Gunnlögsen Raufarhafnarfaktor lagt inn í verzlun-
arreikninga sýslumanns smágjöf til hans (að áliti huldufélagsmanna