Saga - 1978, Blaðsíða 235
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
229
allt að 500 kr. samtals, en orð sýslumanns munu benda til miklu
smærri krónutölu). Það var fyrst býsna löngu eftir að innlagt var
að sýslumaður kvaðst hafa uppgötvað þessar óútskýrðu fjárhæðir
í téðum reikningum, hafði frétt um kvis í sambandi við þær og þá
vitanlega heimtað af gefendum að þeir tækju þær til sín aftur ef
vera kynni, sem kvis sagði, að þeim væri ætlað að vera þóknun
(múta) til hans sem uppboðshaldara stranduppboðs á hvallýsi norð-
ur hjá Rifi árið áður.
Með því að leikslok varða grein mína, en bein rakning á málsmeð-
ferð gerir það ekki, vil ég strax benda á þau ummæli Þórðar Guð-
johnsens faktors í 9. tbl. Þjóðólfs 1891 að höfuðmarkmið Undiröldu
hafi kvisazt vera þau tvö að „hafa embættið af B(enedikt) sýslu-
fflanni Sveinssyni, — gjöra mér verzlunarstjórastöðu mína hér
ómögulega". í svargrein við þessu í 31. tbl. Þjóðólfs 10.7. sama ár
tekur Sigurður í Yztafelli, einn af forkólfum kærendanna, þannig til
orða m.a.:
„Betra hefði yður nú verið að þegja, Þórður minn. Mín vegna
má það gjarnan vera óráðin gáta, sem þér kunnið að hafa spjallað
við B(enedikt) Sv(einsson) að Rifi, eins og það, sem Óðinn hvíslaði
1 eyra Baldri áður en hann var á bál um borinn". Sigurður neitar,
eins og ég áðan nefndi, orðrómi þeim að „leynifélag" sitt geti verið
stofnað „til þess að ofsækja ykkur ... Ef þér aftur á móti trúið
»kvisinu“ ekki, þá hygg ég að þér hafið eigi farið sem varlegast
með virðingu yðar.“
Þrátt fyrir hin meinlegu orð um tortryggilegt spjall í Rifi og
um „virðingu yðar“ felst í þessum greinarlokum Sigurðar sætta-
boð nokkurt, sem segja má að Þórður Guðjnhnsen hafi þegið, all-
heitur inni fyrir, og sýknun Benedikts var þegar staðreynd orðin. Á
sýslumanni var það orð að stórt skap hans og hreinskilni tryggði að
hann gæti ekki gerzt mútuþegi, trassaskap einum hlaut að vera um
að kenna að hann skyldi ekki fyrr en kæran var í aðsigi hafa verið
búinn að ýta þessum velmeintu gjöfum út úr reikningum sínum.
Ótvírætt er að margir huldufélagsmenn höfðu með þessu viljað
hnýja sýslumann til að sækja um lausn, sakir reiði út af aðstoð
hans við Örum & Wulff á Húsavík. Þeir höfðu komizt að því að
margfalt stærra mál þeirrar aðstoðar, veittrar nú í 20 ár til skaða
landssjóði Islands í Reykjavík, olli nú orðið vaxandi aðfinnslum.
Lá aðstoðin, sem hér er ekki rúm til að ræða, í arfteknum sið aftan
úi’ einokunartíð að sýslumaður lagði þær landssjóðstekjur, sem
mestu skiptu og hann innheimti, jafnótt inn í Örum & Wulffs-
verzlun gegn ávísun Þórðar faktors hennar á að 3 mánuðum síðar
eða við næsta tækifæri eftir það endurgreiddi sú verzlun í Kaup-
mannahöfn þessar upphæðir í landssjóð. Kostnaðarreikninga sýslu-