Saga - 1978, Qupperneq 237
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
231
hafi orðið á þá leið að margnefnd kæra í apríl 1890 hafi verið
skæður leikur í pólitíska taflinu en ekki gerð í trú á að nú yrði
Gamla Bensa komið á kné.
Hins vegar markaðist héraðsleg aðstaða Guðjohnsens enn um
áratug af kreppu, sem hann var að margra dómi í sakir þessa máls,
sem eiginlega var ótengt hinni þjóðkunnu samkeppni hans við K. Þ.
Að vísu tel ég einsætt að mútukæran hafi, í og með þeim rökum,
aem Frelsisbarátta (s. 306) tilfærir, verkað til mildunar á stefnu
hans gagnvart K. Þ., enda hafi stjórnarmenn þess notað það heima
fyrir og meira að segja í Þjóðólfi til að hræða hann með.
Með dylgjunni um „virðingu“ og „Betra hefði yður nú verið að
begja, Þórður minn,“ hefur hinn kurteisasti allra huldufélagsmanna
borið það út, sem hver bóndi héraðsins taldi sig nú vita og kemur
gleggst fram í dagbók huldufélagsmannsins Snorra Jónssonar, bróð-
ur Benedikts á Auðnum. Þess skal aðeins getið í ágripi:
Seglskipið Christine, hlaðið 1000 lýsistunnum, hvalskíðum og fleiri
vörum, strandaði nálægt Hóli á Sléttu 30. sept. 1888 og komst farm-
urinn á land, tunnurnar óskemmdar (ámur). Strax hinn 26. jan.
um veturinn kærir Den kjöbenhavnske Söassurance í bréfi til amt-
luanns yfir því að hafa verið féflett með þeim hætti að B. Sv.
sýslumaður hafi án lagaheimildar selt við opinbert uppboð lýsis-
amurnar, þá komnar í eigu vátryggingarfélagsins, svo og annað
strandgóss, andvirðið hafi orðið hlægilega lágt. Skipstjórinn af
Christine, H. Larsen, lagði fram rök, er studdu kvörtun þessa að-
stöðusterka félags. Frestun á framlagningu Huldufélagskærunnar
allt til 19. apríl 1890 kann að skýrast af sönnunargagnasöfnun og
bví að fám dögum fyrr í þeim mánuði kom á Akureyri hvalveiði-
skip með nýjan eftirrekstur um meint „svindl" á téðu uppboði, og
njósn um það erindi skipsins við amtmanninn virðist, eftir dagbók
Snorra að dæma, vera komin í Mývatnssveit til leynifélagsins ekki
seinna en daginn áður, 18. apríl. Með því að amtmaður var marg-'
húinn að leggja samþykki sitt í millitíð á lögmæta skilagrein fyrir
árangri uppboðsins var það nú einkum hann og Guðjohnsen, sem
höfðu sett sig í klípu, sérlega ef þeim Dönum sýndist borga sig að
rjuka með málið í ráðherrann Nellemann.
Hvað gat þá verið hættulegt, ef ekki saknæmt, við dálítið upp-
hoðssvindl?1) Strönd og stuldur eða sala á þvílíku góssi gáfu nóg
filefni til svívirðinga um íslenskt réttarfar, enn sem fyrr. Líka var
sanngjarnt að meta jafnt íslenzka réttarbrotið og ef danskt væri.
1) Dágott dæmi um hliðstæðu greinir Sigmundur Matthíasson Long
1867 frá Eskifirði, Að vestan II, 180—87.