Saga - 1978, Page 238
232
BJÖRN SIGFÚSSON
Spotzkir menn bentu á 33. kap. í sögu Ólafs Tryggvasonar og foma
ísienzka lagaskyldu að yrkja ótal níðvísur um hvern kóng og
amtmann (=konungsbryta), sem léti ræna íslenzkum farmi (og
skipsflaki) fyrir augum sér. Til þeirra níðvísna 1889—90 hef ég
þó ekki spurt; nýja kynslóðin fór í staðinn kæruleiðina; henni var
það „principmál" (orðalag Péturs á Gautlöndum) að hrinda af
þjóðinni óorði út af strandmálum.
Hverjum gróði? — Faktorarnir Þórður Guðjohnsen og Jakob
Gunnlögsen, sem báðir voru þjóðhollir íslendingar, gerðu samtök
við þá bændur, sem til greina kom að byðu í hluta lýsisins á upp-
boðinu, að þeir tveir einir skyldu bjóða, í félagi, og þá ekki hærra
en kr. 2.50 fyrir ámuna, þ.e. allt að hámarkinu 2.500 kr. samanlagt.
En jafnskjótt og kaupin höfðu gerzt eftir þeirri áætlun gátu fyrr-
greindir bændur fengið í þóknunarskyni hjá þeim fyrir hjásetu-
greiðann einhvern slatta af lýsinu fyrir 3 kr. ámuna. Þar af hugðu
menn eiga að færa hálfa kr. af hverri ámu í gjöf til sýslumanns
(auk þess sem lögmæt uppboðslaun voru greidd). Um gróða faktor-
anna, sem stóðu að kaupinu sem einstaklingar, hefur alþýða e.t.v.
gert sér ýkta hugmynd og munað að nokkru fyrr hafði lýsistunnan
verið metin jafndýr brennivínstunnunni (Tryggvi Gunnarsson: End-
urminningar, Rvk. 1919, s. 26). Ekki þarf og að endurtaka að eng-
inn partur af gróðanum varð fastur við sýslumann þó faktorar
gerðu sitt til að svo yrði, í óþökk hans þegar samhengi fór að skýr-
ast. Hin þrúðgu ummæli Þórðar faktors í eyru uppboðshaldarans á
Rifi norður, jafnhöfug hvísli Óðins í eyra Baldri meðvitundarlaus-
um, þurftu ekki að auka neinum kvíða nema uggur stæði af jafn-
okum þessum, Óðni og Þórði, og þann ugg telur Sigurður í Yzta-
felli 1891 orðinn liðna sögu.
Larsen skipstjóri hafði fyrstur kennt sýslumanni um að hafa
látið þessa tvo herramenn ná lýsinu fyrir spottprís svo „jafn
feiknadýrt strand hefði orðið sem að engu, og vörur voru (þó)
óhættar við skemmd", ef dagbókarorðalag Snorra má hér nota.
Snorri fullyrðir (bókun 18.4. 1890) þetta um inntak hvísls: Sýslu-
maður vissi fyrir uppboðið um samtök faktoranna „og hótaði að
láta skrifarann bjóða í á móti þeim og sprengja uppboðið eða fresta
alveg uppboðinu. En til þess að gera hann góðan stakk Guðjohnsen
upp á að menn borguðu honum ... gein karl við þeirri flugu“
og er uppljóstrun á þessu sögð veidd upp úr Raufarhafnarfaktorn-
um, aðila að brallinu. — Úr því að þetta var „uppljóstrun" um hinn
óupplýsanlega áfanga í málinu, eyk ég þessu fyrst inn að loknu a-
gripi staðreyndasögunnar, vil ekki selja dýrar en svo, sbr. Yzta-
fellsbóndann.
Staðhæfingin í 9. tbl. Þjóðólfs 1891 að einnig keppi leynifélagi