Saga - 1978, Síða 239
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
233
eftir að gera Þórði faktor ómögulegt að vera kyrr í verzlunarstjóra-
stöðunni hafði skotið yfir markið, svar Yztafellsbóndans við henni
gerði það öllum ljóst. Hefði Örum & Wulff reynt að þóknast vá-
fryggingarfélaginu og beita Þórð Guðjohnsen hörðu gat það æxlast
svo að Húsavík fengi aðsendan miklu óheppilegri faktor. Þess ósk-
aði enginn. Fyrst dýrð var nú hrunin af faktorum tveim og stjóm-
arskrárkappinn orðinn einangraður í pólitíkinni nyrðra, heill reynd-
ar á húfi, fann fararbroddur Huldufélags sér nærtæk baráttuefni
auk kaupfélagsmála með því að snúa spjótum gegn „Harðstjórum
vanans
Svo hét ádeilugrein í mývetnsku sveitarblaði árið 1887, og var sú
grein og nokkrar slíkar næstu árin eftir Pétur á Gautlöndum. Síð-
an tóku margir í sama streng. Einkum var vegið að hinum rétttrún-
aðarströngu. Greinar Péturs eru prestslegri í kristinni siðfræði
smni en ummæli Benedikts eru vön að vera. Kenningar um blóðfórn
Jesú og friðkaup vegna hennar mættu stundum andúð, en kirkju-
hræsnin þó mest, skammir Jesú um farísea vel notaðar. Heimtuð er
skynsamleg afstaða til trúarefna. Aðrir sveitarmenn skrifuðu í móti
eða gerðu viðvart með einhverjum hætti að sér fyndist þetta guð-
last. Oft fyrr á öldinni hafði maður og maður sagt meira af guð-
lasti en tíðkaðist þarna í aldarlokin. Hið eina nýja var markviss
beiting ádeilunnar til að uppræta skoðanadrottnun vígðrar heldri-
stéttar. Þorgils gjallandi vann að því í sögum sínum. Svo juku
^yrnar Þorsteins Erlingssonar, 1897, andkirkjuhreyfinguna.1)
Ekki er úr vegi að láta koma fram að róttæk trúarbreyting,
sem gerzt hefur í Benedikt á Auðnum fyrir hálffertugt og líklega
fyrir löngu öllu heldur, var eitthvað tengd kirkjuádeilu Magnúsar
Úiríkssonar og óskyld þeim Brandesi, sem sat og ritaði í Berlín og
hataðist aðallega við þann mennska breyskleik að hafa trú og vera
velta svo úreltum bjálfaskap fyrir sér. Benedikt segist hafa
»barizt lengi og þungt... til sannleika og fullnægjandi andans
víldar .,. Og svo villtist ég lengra og lengra frá brjóstum bless-
aðrar kredduríkiskirkjunnar og nú hata ég hana og fyrirlít af öllu
'jarta." Svo talar uppreisnarmaðurinn í vinarbréfi 1882 vegna
Pess hve hann er kristinn á sinn hátt. Æskuvinur og námsbróðir
enedikts Jónssonar, síðar únítari að skoðun, var Sigfús, einn af
, Réttilega gerir Frelsisbarátta, s. 192—94, grein fyrir hve flest
etta var nátengt allri ásökun á embættismenn sem íhaldsstjómar-
jéna. Og „bókaval þar er afleiðing af róttækum viðhorfum, sem þá
^eiu tekin að koma í ljós á öðrum sviðum“, segir G. K. (s. 372, sbr.