Saga - 1978, Page 240
234
BJÖRN SIGFÚSSON
sonum Magnúsar prests á Grenjaðarstað, og hefur skrifað (hand-
rit í einkaeign) að faðir sinn hafi fengið frá Magnúsi Eiríkssyni
hvert rit hans, þegar er birt var. Auk einhvers af þeim sagðist
Benedikt hafa haft að láni frá sr. Magnúsi dönsku útg. af David
Fr. Strauss: Den gamle og den nye tro. Kbh. 1873. Hef ég hand-
leikið það eintak, en þar eru náttúrulögmálin vegsömuð, nokkru
fastlegar en í Njólu eftir B. G., og látin afnema gömlu trúna á
dagleg afskipti og forsjón himnaföðurins. Með stéttabaráttusjón-
armiði í kvæðum Þorsteins Erlingssonar, sem 1885 varð vinur hins
mývetnska steinsmiðs Steinþórs Björnssonar, er þá var í Höfn, kom
hinn nýlegri tónn inn í þingeyskar ádeilur á kredduríkiskirkjuna
og hélzt mjög lengi. — Fjölskyldur gömlu trúarafneitaranna, al-
þingismannanna Jakobs Péturssonar á Breiðamýri og Einars í Nesi,
tímguðust samt öðnjm fremur til klerkdóms. Þar má nefna sr.
Sigurgeir Jakobsson, Einar Gunnarsson guðfræðistúdent og af-
kvæmi hans, og hið stórmerka prestakyn frá Gísla bróður Einars i
Nesi. Þannig gerist öldugangur mannlífs þó að þingeyskt sé.
Hin „rúmgóða þjóðkirkja“ og kirkjublað Þórhalls Bjarnarsonar
leiddu smám saman til breytingar á afstöðu (enn seinna spíritismi)-
Margir fremstu menn liuldufélags kusu 1891 að skrá sig utan þjóð-
kirkju en töldust á ný til hennar 1901 eða síðar meir, þó ekki allir.
IV. „Burt með alla milliliöina“ úr framleiðslu og verzlun.
Það var ríkjandi regla á 19. öld vorri að félög voru stofnuð til að
breyta þjóðfélaginu en ekki af völdum áorðinna breytinga í landinu
sjálfu. Þetta viðhorf verkaði eðlisrænt á sérhverja tilraun í bænda-
stétt til að vinna henni og því næst kaupfélögum óskert hlutgengi
á viðskiptasviðum en aldarf jórðungi síðar hlutgengi einnig á stjórn-
málasviðum; þarf ekki að rekja þá sögu. Tímaskeið þeirrar þrepa-
þróunar féll saman við skeið heimflutnings á landsstjóm vorri ur
Höfn, efling útgerðar og aðra framkvæmdagrósku, sem byrjaði hægt
en hraðóx samtímis stöðvun Ameríkuflóttans og vonaraukningn
vinstrimanna. Sleppum hinu hvað var orsök hvers um sig. Við end-
urmótun K. Þ. um 1890, þegar söludeild hófst og ný sjóðastarfsemi
o.fl., hafa leiðtogar þess, einkum Benedikt og Pétur á Gautlöndmm
álitið sig í ljósi hins ofangreinda vera neydda til meiri framsý111
en fullt „raunsæi“ gat talizt. Þeir spáðu djarft í framtíð kaupfélags-
Sögulegt mat vort á spánni fer eftir því hve rýr eða stór þáttui
hennar rættist á næstu áratugum en ekkert eftir hlutföllum, sem
90 vetrum síðar kunna að vera orðin milli þátta á viðskiptasviðmu-
Kaupskapur á ekki að vera sérh'lutverk einnar stéttar, sag