Saga - 1978, Page 241
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
235
Benedikt á Auðnum jafnan. 1 Frelsisbaráttunni (s. 316) er bréf-
kafli um það eftir hann og segir að þeir söludeildarfrumkvöðlamir
þrír, Pétur, Jón á Reykjum og hann, vilji (samfara búskap) gera
slíka kaupfélagsþjónustu að ævistarfi sínu og ætli nú að fara að
skrifa um þetta í blöðin, kynna ídeuna og starfsháttinn. Þessi
bókavörður, tiltölulega víðlesinn í samvinnufræði nálægustu landa,
bætir þó við að „erfitt eigum við að sannfæra marga hér, því þetta
eru alveg nýjar ídeur.“ Benedikt er ljóst að sem þáttur í aðsteðj-
andi baráttu um yfirráð og aðlögun við hið ófædda (modernization)
muni efnalegu sigurvopnin, þ.e. söludeild, samábyrgð í deildum og
brýnustu sjóðeignir, enga framtíð eiga ef þeir félagar verði troðnir
undir í áróðurstríðinu. Sú meðvitund er eitt af því, sem skarpast
greindi yngri kynslóðina frá þeim öldnu. Frá þessari stundu átti
því Auðnabóndinn verr en áður heima með jafnöldrum, hann var
stokkinn yfir í fararbrodd nýja liðsins.
Þó þessir menn skilgreindu þjónustustarf sitt í verzlun öðru vísi
en kaupmenn fengu skilið, og öðruvísi en nútíminn, fór starfið
brátt að binda þá, líkt og áður Jakob „borgara“ Hálfdanarson, við
skipaferðir og „mölina“. Jón alþm. var fyrst lengi að starfi fyrir
Zöllner, en 1899—1912 kaupstjóri á Seyðisfirði, Akureyri og Reykja-
vík; Benedikt annaðist um áratugi Húsavíkurstörf og raunar Pétui
einnig þó hann viðhéldi búskap sínum. Má þvi segja að „ídea
Benedikts hafi að þessu leytinu fengið undir sig borgaralegan sökk-
ul í kaupstað hverjum svo hún gæti orðið að húsi. Svo sterk urðu
með tímanum borgvæðingaráhrif kaupfélaga á Húsavík og við Eyja-
fjörð að sumir þykjast geta kennt þeim um eða þakkað að þarna
skuli vera eina borgvæðingarhvirfing kaupstaða sem nokkuð hefur
komizt áleiðis án styrks af návist Reykjavíkur.
Samkvæmt „ídeunni" hlaut kaupfélag að vera jöfnum höndum
hagsbótarúrræði allrar alþýðu og staðgengill bændavalds, virkt bai-
áttutæki í höndum lýðræðislega kjörinna stjórnarmanna. Fyrir það
kölluðu auðvitað kaupmenn formanninn Pétur einræðisherra, fyrst
hann neytti þess jafnan að hann var meira en einstaklingur. Til-
vitnunum í Tímarit kaupfélaganna um þetta get ég sleppt, aðeins
^Ainnt á þær með því að grípa á lofti fá orð úr ritdómi J. J- í Skin-
fs-xa 1912 um 5. árgang Tímaritsins. Þar segir:
»samvinnan, einkanlega í atvinnumálum, hún miðar beinlínis að
Því að hnekkja fátæktinni með því að losa framleiðendurna, bænd-
Ur> sjómenn og iðnaðarmenn, við fólk, sem af eigin hvötum býðst
«1 að koma hinum framleidda varningi í verð ( kaupmenn) eða til
a® stýra og leiða framleiðandi vinnu (útgerðarmenn, verksmiðju-
eigendur) 0g sem mæla sér sjálfir kaupið ... Ég kýs hér að kalla