Saga - 1978, Side 242
236
BJÖRN SIGFÚSSON
alla þá menn, sem þannig draga fé saman, milliliði, því að sú teg-
und þeirra, sem íslenzk alþýða á við að skipta, má nefnast því
nafni. Og takmark samvinnunnar er að fá unnin þau gagnlegu störf,
sem milliliðirnir inna af hendi ábyrgðarlaust ..., á ábyrgð og und-
ir eftirliti framleiðendanna sjálfra. Samvinnan er þannig uppreisn
framleiðenda gegn milliliðum, fátæklinga gegn auðmönnum, steðj-
ans á móti hamrinum. En hún er ekki villt upphlaup hamslausra
manna. Hún er þvert á móti heimsvíðtæk barátta, háð með stillingu,
festu og gætni, háð til að bjarga ávöxtum vinnunnar ... En eitt
má ekki gleymast. Samvinna getur ekki orðið happasæl nema hún
sé milli þroskaðra, vel uppaldra manna. Þess vegna verður hver sú
þjóð, sem sér vill bjarga með samvinnu, að gera uppeldið að aðal-
vopni sínu.“
V. Ókunnugt um noklcuð þess háttar í mannlegri sálu.
Hafi áróðurstækni og flokksforystuslægð verið eitt, sem snöggóx
um 1890 í yngri kynslóðinni, sem nú varð dóttir nýjunga sinna og
áhættunnar frekar en forsjál móðir, þá er það ekki lofsvert i
sjálfu sér en markverður áfangi manna, sem umfram allt kusu að
ganga á hönd nútímanum.
Engin sála í Huldufélagi var opinskárri en Snorri Oddsson
hreppstjóri í Geitafelli, trúnaðarvinur Benedikts Jónssonar frá
bernsku og síðar Péturs á Gautlöndum. Hann tók þátt í pólitískri
hagnýtingu á afdrifum lýsisuppboðskærunnar, sem ég rakti í III. k.,
og missiri fyrir lát sitt fékk Snorri birt í Þjóðólfi (10. júlí 1891)
svar gegn grein Þórðar Guðjohnsens frá vetrinum (9. tbl. Þjóðólfs).
Á fardagaárinu 1913—14 kynntist faðir minn í Geitafelli Markúsi
Kristjánssyni, minnugum sambýlismanni Snorra og kaupfélags-
manni með honum síðan 1881. Þegar tilrætt varð þá um fráfall
hreppstjórans, miðaldra, og seinustu tilþrif varð Markúsi að orði:
„Fór þarna snemma. Og var að byrja að verða slægvitur." Slíka
vini sem Snorra kallaði Benedikt á Auðnum í glettni níhilistana
sína. Með þessum aðfaraorðum er ég að taka lesendum vara fyrir þ'rl
að Þjóðólfsgreinin gegn Þórði 1891 er þingeyskur áróður (þrátt
(fyrir eyfirzkan uppruna Snorra), ekki alveg úr sömu skúffu og
Skinfaxaritdómurinn 1912 en undanfari hans. Einnig skal tekið
fram að þarna gætir sömu þjóðstoltshugmynda og hjá sr. Benedikt
Kristjánssyni þingmanni, sbr. líka Yztafellsbóndann.
Fyrri helmingur svars þessa 1891 á að sanna að héraðsmenn
þurfi enga fastaverzlun nema söludeild K. Þ., sem komið sé á fast-
an fót, sú danska megi missa sig. „Þessu hefur hr. verzlunarstjórinn
á Húsavík ekki viljað trúa og ætlaði því að „knúsa“ oss kaupfélags-