Saga - 1978, Page 243
GENGIÐ Á HÖND NÚTÍMAHLUTVERKUM
237
menn með því að banna oss gersamlega öll viðskipti við verzlun
sína ... Kaupfélagið alveg einhlítt i verzlunarmálum ef vel er á
haldið. Það er þetta atriði, er ég einkum vildi vekja athygli manna
á, þeim til íhugunar ... En svo er þess að gæta að til þess að kaup-
félögin þrífist og haldist vel saman verður félagsfýsi og menntun
almennings að hafa náð talsverðum þroska, enda eru og kaupfélögin
eitt hið bezta meðal til þess.“
Lok á svari Snorra eru herskárri. Þar segir, til varnar fyrir
Undiröldu, leynifélagið: „Vér höfum sterkan áhuga á að standa
a móti kúgun og rangsleitni hverra sem vera skal og sviksemi og
undirokun embættismanna því að liggja undir slíku og leiða hjá sér
orða- og aðgjörðalaust, það álítum vér heigulhátt og vesalmennsku
og auk þess afar óhollt fyrir þjóðfélagið og því allsendis ósam-
boðið frjálsum og siðuðum mönnum“. Uppsprettan í honum að svo
skarpri þjóðfélagsádeilu streymir úr sjálfsvirðingu bændasamfé-
lagsins, sem fengið hefur vakning í kaupfélagsvörninni. Hugsjón
°g hagsmunir geta þar hvorugt án hins verið, segir hann, „hin
eiginlega aðalafltaug þeirra [kaupfélaga] verður ... að vera ósér-
Plægni og rótgróin velvild og löngun til að efla almenna liagsæld, —
það sem með öðrum orðum kallast þjóðernis- og ættjarðarást. —
Prelsis- og þjóðernisvelvildin verður að vera sálin í félagsskapnum
en hagnaðai'von einstaklingar.na líkaminn ... hið siðferðislega
þrek og þeir eiginleikar, sem áður eru nefndir, að koma til sögunn-
ar ef duga skal. Þetta höfum við Þingeyingar fengið að reyna. Og
Það, sem hr. verzlunarstjórinn á Húsavík hefur e.t.v. mest flaskað
a í viðskiptum sínum við oss kaupfélagsmenn, er að honum hefur
líklega verið ókunnugt um að nokkuð þess háttar gæti verið til í
mannlegri sálu, allra sízt í sambandi við kaupskapinn."
Á stofnfundi elzta kaupfélagsins 9 vetrum fyrr hafði faðir Bene-
'hkts á Auðnum þessi orð furðu eða eggjunar við Jakob bónda,
sem tók við kaupstjórastarfi þess: „Mikið tekstu á hendur, frændi
minn.“ Og þá skyldi aðlaga verzlunina að bóndahlutverkinu. „Sjald-
an verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir." Það var hvorki of-
laetinu né sérlegri blindni að kenna, ekkert er eðlilegra en ár falli
krókótt og taki svo við aðrennsli hvaðanæva að. Mesta þrekraunin,
sem kynslóðin um 1891 tókst á hendur, var að gangast undir ókann-
aðar kröfur aldamóta, magna sjálfsvirðing sína eilítið umfram raun-
sæið, neyða og biðja næstu kynslóðir til liðs við sig.