Saga - 1978, Page 244
Ritfregnir
SKÚTUÖLDIN I—V eftir Gils Guðmundsson. Útgef-
andi Örn og Örlygur, Rvík 1977.
Þótt nokkur þilskipaútgerð væri í Stykkishólmi, þegar ég var
að alast þar upp, varð margt manna að leita sér atvinnu annars
staðar. Löngum hafði það verið algengt að skipstjórar úr Hólmin-
um réðust á skútur úr Flatey og af Vestfjörðum og komu þá oft
með skipshöfnina með sér. Þannig atvikaðist að ég réðst á skútuna
Höllu frá Patreksfirði sumarið 1926, þá á fimmtánda ári. Þótt
eftirtekjan þetta sumar væri rýr, hefði ég ekki viljað verða af
reynslu skútulífsins, sem þá var með svipuðum brag og verið hafði
lengst af. Meðal skipverja voru fjórir við aldur. Sá elsti hafði verið
á skútu hvert sumar í hálfa öld, en hinir milli 30 og 40- sumur.
Þegar ég nú, með hina nýju útgáfu af „Skútuöldinni“ milli handa,
lít til baka eftir rúma hálfa öld, koma margar minningar frá Höllu-
sumrinu upp í hugann, ekki síst margar frásagnir þessara karla,
og eins hversu vel þeir sögðu nýliðum til verka.
Gils Guðmundsson læðir því að manni með hógværð, hver var
frumhvöt þess, að hann réðst í að draga á land hvers konar fróð-
leik um skútuútgerð, skútumenn og skútulíf og vinna úr þeim efni-
viði mikið rit. Heima í litlu stofunni hans í Hjarðardal innri í Ön-
undarfirði var hópmynd af nemendum Stýrimannaskólans 1912-
Mynd þessa hafði Gils fyrir augunum frá því að hann mundi fyrst
til sín, en einn í nemendahópnum var Guðmundur faðir hans. Menn
nákunnugir Guðmundi Gilssyni í Hjarðardal hafa sagt mér, að hon-
um hafi farnast vel skipstjórn á skútum sem önnur störf, er hann
kom nærri. Mér er einnig hermt að Guðmundur hafi fátt sagt af
sjálfum sér, og allra síst hafi honum verið tamt að gera meira ur
í orði en á borði. Ef myndin af nemendum Stýrimannaskólans 1912
hefur óbeint orðið hvatinn að ritinu „Skútuöldin“, er auðsætt að
myndin sú hefur ekki verið höfð uppi við í Hjarðardal án sým-
legra áhrifa.
I.
„Skútuöldin" kom upphaflega út í tveim bindum mjög þykkum,
hið fyrra 1944 og hið síðara 1946. Nýja útgáfan, sem er í fimm bind-