Saga - 1978, Side 245
RITFREGNIR 239
Um> kom út síðastliðið ár, enda efni ritsins töluvert aukið frá þvi
sem áður var, bæði að lesmáli og myndum. Ef rita ætti ítarlega um
þetta verk, þyrfti miklu meira rúm í bókakynningarþætti Sögu en
ráð er á.
I fyrsta bindi eru tveir höfuðkaflar. Sá fyrri fjallar um braut-
ryðjendur. Þar koma fyrst til sögu séra Páll Bjömsson í Selárdal og
Duggu-Eyvindur. Síðan er greint frá útgerðartilraunum Skúla fó-
geta og konungsútgerðinni. Loks er sagt frá frumherjum skútuút-
gerðar á fyrri helmingi 19. aldar. I seinni höfuðkafla fyrsta bindis
er rakin saga þilskipaútgerðar vestanlands, að svo miklu leyti, sem
hennar hefur ekki verið getið áður.
Á bls. 22 er á það drepið, að á síðmiðöldum og reyndar miklu leng-
um hafi trjáviður verið af næsta skornum skammti til skipasmíða.
Þessarar skoðunar gætir víða, t.d. í íslendinga sögu Jóns Jóhann-
essonar.1) Þannig var þessu ekki farið, því að víða við strendur
landsins var nóg af rekaviði. En sá var hængur á, að landsmenn
skorti framtakssemi til að flytja hann á þá staði, þar sem heppi-
legast var að vinna úr honum í þilskip. Friðrik Svendsen á Flateyri
lét eitt sinn sækja rekavið norður á Strandir og smíða úr honum
tvö þilskip. Ekki er annað vitað en það hafi lánast vel.
Þess er getið á bls. 23, að sexæringar og áttæringar komi til sög-
unnar á 14. öld, en þeir hafi lítt þekkst áður. Þessara bátastærða er
fyrst getið í bréfum frá 12. öld. Eftir fornum heimildum að dæma,
sem reyndar eru rýrar um þessi efni, virðast fyrrgreindar báta-
stærðir hafa verið í algengara lagi á 12. og 13. öld.
Á bls. 28 segir, að þilskipaveiðum Frakka við Island hafi verið að
fullu lokið við upphaf fyrri heimsstyrjaldar. Ekki er það alls kostar
rett. Þeir byrjuðu hér veiðar á nýjan leik eftir 1918. Reyndar urðu
skip þeirra þá aldrei nándar nærri eins mörg og fyrr. En þessum
veiðum Frakka hér við land lauk ekki að fullu fyrr en upp úr 1930.
Maklegt er að minna á Lárus Gottrup og tillögur hans í sam-
bandi við þilskipaútgerð (bls. 35). En vert hefði verið að nefna í
leiðinni, auk Páls Vídalíns og Jóns Eiríkssonar, þrjá Islendinga og
lir.iá Dani, er allir báru þilskipaútgerð mjög fyrir brjósti. Óvíst
er að orðið hefði af Danmerkurför Gottrups með endurreisnartillög-
Urnar, ef ekki hefði notið við stuðnings Sigurðar Björnssonar lög-
^anns og Björns Þorleifssonar Hólabiskups. Arngrímur Vídalín,
hróðir Jóns Vídalíns, samdi um þessar mundir allstórt rit, sem
hann stílaði til konungs. Danirnir Benedix Nebel, Jörgen Klog og
Peter Keysen voru mjög sama sinnis og frændurnir Arngrímur og
I> bls. 119.