Saga - 1978, Page 246
240
RITFREGNIR
Páll, en allir töldu þessir menn mikla nauðsyn á því, að sjávarút-
vegur íslendinga væri efldur með því að veita ungum og efnilegum
mönnum kost á að læra stýrimannafræði og þeim gert kleift að
eignast þilskip. Oft hefur mig furðað á, hve sjaldan er vitnað til
hins merka rits Páls Vídalíns og Jóns Eiríkssonar, „Om Islands
Opkomst". En það hefur ekki farið fram hjá Gils.
Réttilega er bent á, að með konungsútgerðinni hafi Danir öllu
fremur haft í huga gróðalind fyrir sjálfa sig en hag íslendinga. A
þeirri útgerð varð þó enginn ríkur, nema síður væri (bls. 50).
Baldvin Einarsson fylgdist vel með þilskipaútgerð Vestlendinga
og fékk Guðmund Scheving í Flatey og Friðrik Svendsen á Flateyri
til að semja ritgerðir um þessa atvinnugrein fyrir „Ármann a
Alþingi“. Báðar eru þær athyglisverðar og heldur Gils til haga í
riti sínu ábendingarverðustu atriðum úr ritgerð Guðmundar Schev-
ings (bls. 101—103).
Einskær tiiviljun réð því að ég rakst fyrir nokkrum árum á sam-
andregið yfirlit um dánarbú Jens J. Benedictsens, sem Gils telur
réttilega hafa verið frumkvöðul að þilskipaútgerð frá Isafirði (bls.
139). Af yfirliti þessu má glögglega sjá, hve geipilega var á stutt-
um tíma hægt að hagnast á verslun og útgerð, ef saman fór áræði,
heppni og hyggindi, sem í hag koma.
Gils tíundar sem vert er með hvaða hætti sjómannaskólanum a
Isafirði var á legg komið og þá um leið samband Ásgeirs Ásgeirs-
sonar skipherra og Torfa Halldórssonar skólastjóra. Vel hefði farið
á að birta mynd af reikningnum yfir það, sem keypt var til skólanS
í uppbafi, en hann var stílaður á Jón Sigurðsson forseta og er
enn varðveittur. — Ásgeir skipherra stofnaði verslun sína af litlu®
efnum 1852 og var útgerð ætíð tengd henni. Fyrirtækið var selt
1918, og telur Gils, að það muni við endalok hafa verið eitt ríkasta
fyrirtæki á landinu (bls. 182).
Eftir að sögu þilskipaútgerðar á Isafirði hafa verið gerð ítarleg
skil rekur Gils sögu skútualdar í sinni heimabyggð — Önundar-
firði. Þegar Friðrik Svendsen var allur, eignaðist Torfi Halldors-
son Flateyri, og brátt varð Hjálmar Jónsson sameignarmaður hans-
Fyrirtæki þeirra studdist samtímis við útgerð og verslun. Hjálmar
var tryggur vinur Jón Sigurðssonar, og mun enginn íslendingu1'
hafa lánað honum meira fé en Hjálmar. Brenna vill við, þegai
sögu Flateyrar ber á góma, að Hjálmar hverfi í skugga Torfa. Ekki
á Gils sök á því, nema síður sé. — Minnst er á Magnús Einarsson
á Hvilft sem skipeiganda og skipstjóra (bls. 145). En Magnús vai
fyrstur Islendinga til þess að stinga upp á því, að þeir fengju ser
skrúfubát til fiskveiða en svo voru gufuskip nefnd 1848, þegar
Magnús hreyfir þessari hugmynd sinni. — Þegar Torfi Halldórsson