Saga - 1978, Blaðsíða 247
RITFREGNIR
241
eignast Flateyri 1856, er þar aðeins eitt íbúðarhús, en þegar hann
fellur frá hálfri öld síðar, eru þar 300 íbúar (bls. 214). Skútuöld
á Flateyri lauk 1931 (bls. 217).
Tvennt leiðir Gils í ljós í þættinum um Arnarfjörð, sem vert er
að staldra við. Þar voru gerð út seglskip til veiða í samfellt 130
ar, eða á tímabilinu 1806—1936, og því lengur en á nokkrum stað
öðrum (bls. 249). Því var almennt trúað áður en „Skútuöldin" kom
ut í fyrra sinnið, að Árni Thorlacíus í Stykkishólmi hafi í seinni
tið orðið fyrstur íslenskra manna til að stýra skipi milli landa, og
atti það að hafa gerst 1828. Leidd eru óyggjandi rök að þvi, að
það hafi Símon Sigurðsson á Dynjanda gert tíu árum fyrr (bls.
107). Gils telur einnig- mjög sennilegt, að Steindór Jónsson Waage
hafi stjórnað skipi milli landa um líkt leyti og Símon, og þá ein-
hverju skipi Bjarna Sívertsens (bls. 69). — Bíldudalsfiskur var
talinn betri en annar íslenskur saltfiskur. Margra trú er, að Pétur
Thorsteinsson hafi átt mestan þátt í því. Þennan misskilning leið-
réttir Gils og eignar Þorleifi Jónssyni fremdarorðið, sem fór af
saltfiski frá Bíldudal (bls. 252). 1 sambandi við þessa vitneskju
hefði verið vert að geta um vöruvöndunarsamtök Vestfirðinga, sem
komið var á 1848. Handrit að leiðbeiningum þeirra fyrir fiskverk-
endur er enn til, og hefði farið vel á að birta mynd af upphafi
þess, því að hér var um mjög athyglisverða nýjung að ræða. —
hótt Ólafur Thorlacius og Þorleifur Jónsson væru í mörgu langt á
Undan sínum tíma, eins og Gils rekur skilmerkilega, var Pétur
Thorsteinsson þeim þó miklu fremri, enda var hann töluvert síðar
a ferð. Pétur kom á margvíslegum nýjungum, svo að í hans tíð
varð Bíldudalur fremstur allra útgerðarstaða hérlendis. Þegar Pét-
Ur keypti Bíldudal, voru þar einungis verslunarhúsin, en þegar
hann fluttist þaðan eftir 24 ár var þar kauptún með rösklega 300
ibúa. Pétur varð fyrstur íslendinga til að kaupa gufuskip og gera
ut til fiskveiða, og var þá liðin nákvæmlega hálf öld frá því að
^fagnús á Hvilft hafði hreyft þeirri hugmynd (bls. 268).
_ Seinast í I. bindi er greint frá þilskipaútgerð í Flatey. Meðan
®era Guðmundur Einarsson var enn búsettur í Vestureyjum, eða
anð 1847, samdi hann ritgerð um stofnun sjómannaskóla, sem var
5ueð slíku nýjabrumi, að vert hefði verið að geta hennar og jafnvel
arta mynd af upphafinu, því að ritgerð þessi er enn til með rit-
hönd höfundar.
II.
Annað bindi „Skútualdar“ hefst á þætti um þilskipaútgerð í
tykkishólmi. Þar er töluvert sagt frá Árna Thorlacíusi og hlut-
ei‘d hans varðandi sjávarútveg. Meðal annars er frá því greint,
16