Saga - 1978, Page 248
242
RITFREGNIR
að hann hefði fyrstur manna orðið til að semja kennslubók í stýri-
mannafræði á íslenska tungu, en það gerði hann 1843 (bls. 14).
Hann impraði á því, að Hið ísl. bókmenntafélag gæfi út eftir sig
þess konar rit, en því var ekki sinnt. Jafnvel Jón Sigurðsson taldi
það ekki tímabært, en fjórum árum síðar ritaði hann þó þrem
mönnum vestanlands og bað þá um að senda sér tillögur um mennt-
un skipstjóraefna á Islandi. Einn þessara manna var Ámi Thorla-
cíus. Frá honum fékk Jón skilmerkilega álitsgerð, sem ber með
sér, að Árni hafði mikinn metnað fyrir hönd ísl. sjómanna. —
Nokkuð skortir á, að heimildarmenn Gils hafi tíundað alla útgerðar-
menn og öll þilsldp í Stykkishólmi. Sagt er, að á skipum Sæmundar
Halldórssonar hafi eingöngu verið veitt á línu, eftir að í þau var
sett vél (bls. 20). En það er misskilningur, því að á þeim var sem
fyrr veitt á haldfæri.
1 öðru bindi „Skútualdar" er á 230 blaðsíðum rakin saga þil-
skipaútgerðar á Norðurlandi. Þar er greint frá 102 þilskipum og
oft skýrt frá stærð þeirra og eigendum ásamt margs konar vitn-
eskju annarri. Itarlega er sagt frá sjómannafræðslu á Norðurlandi
og þá m.a. hlutdeild Einars Ásmundssonar í henni (bls. 208—211) •
Ég sakna þess, að ekki er sagt frá ábendingum Sigurðar Guðna-
sonar á Ljósavatni um stofnun sjómannaskóla. Hugmyndir Sigrurð-
ar eru að því leyti frásagnarverðar, að þær koma frá ungum af-
dalamanni og a.m.k. fimm árum fyrr en stofnaður var sjómanna-
skóli á fsafirði og þilskipaútgerð byrjaði norðanlands, og röskum
hálfum öðrum áratug áður en Einar í Nesi hóf að kenna Norð-
lendingum sjómannafræði. Þegar nú er rætt um framleiðslu lag-
metis hér á landi og haft er við orð hve báglega hafi miðað í þ'a
efni, gera sennilega fæstir sér ljóst, að í ár er nákvæmlega liðm
öld síðan sett var á stofn niðursuða matvæla á Siglufirði. Þess
verða menn vísari við að lesa annað bindi „Skútualdar“ og þá jafn-
framt, að Snorri Pálsson á Siglufirði og Einar Guðmundsson a
Hraunum höfðu allan veg og vanda af þessu framtaki. En Snorri
braut upp á fleiru í sambandi við útgerð. Hann lét fyrstur fslend-
inga reyna að ráði síldveiðar með landnót og fyrir hans atbeina
byrjuðu Norðlendingar þorskveiðar á þilskipum. Loks er þess að
geta, að Snorri fékk til Siglufjarðar áhöld til að gufubræða hákarls-
lifur (bls. 123—124).
Eftir að fjallað hefur verið skilmerkilega um þilskipaútgerð
Norðlendinga er getið í stuttu máli um þátt Austfirðinga í þeirri
atvinnugrein, en þar kvað minna að henni en í öðrum landshlutum-