Saga - 1978, Síða 249
RITFREGNIR
243
III.
1 þriðja bindi „Skútualdar“ er gerð grein fyrir þilskipaútgerð
Sunnlendinga eftir að hlé hafði orðið á henni um nokkurt skeið.
Er það efni allt viðbót við fyrri útgáfu. Langítarlegast er rakin
útgerðarsaga Geirs Zoéga, enda hefur Gils ritað ævisögu hans.
Vakin er athygli á fiskveiðasýningunni í Björgvin 1865 og hún
tengd upphafi þilskipaútgerðar Geirs (bls. 23). Sú skoðun hefur
verið talsvert almenn, að Geir Zoéga hafi ekki einungis verið upp-
hafsmaður þilskipaútgerðar á Suðurlandi, heldur jafnvel á landinu
Sllu. Þessi villa er sterklega leiðrétt og sýnt fram á, hvernig hún
hafi orðið til. Geir eignast fyrst, ásamt öðrum, þilskipið Fanny
1866 (bls. 44). En nokkru fyrr höfðu þilskip verið keypt til Hafnar-
fjarðar og Suðurnesja. Kaup Egils Hallgrímssonar í Minni-Vogum
á skútunni Lovísu árið 1863 má í reynd teljast upphaf þilskipaút-
gerðar í Faxaflóa á nýjan leik. Hvorttveggja var, að þetta fyrsta
þilskip Egils var í stærra lagi miðað við þess konar skip hér á
landi, og ennfremur er þess að geta, að útgerðarsaga Egils var
ekki stundarfyrirbrigði, því að hún stóð á þriðja áratug (bls. 13-15).
— Geir Zoega gerði mest út 9 þilskip, en oftast 7—9. Þegar hann
var kominn hátt á sjötugs aldur fór hann til Englands og keypti
tá fimm stóra kúttera fyrir sig og tengdason sinn (bls. 72—73).
Duusverslun mun hafa gert út flest þilskip frá Reykjavík, eða 11
samtímis (bls. 128). Blómaskeið þilskipaútgerðar frá Reykjavík
var á tímabilinu 1897—1912, en 1897 voru flestir kútterar keyptir
frá Bretlandi, eða 20 talsins (bls. 134).
Gils rekur hið seinna tímabil í útgerðarsögu þilskipa í Faxa-
flóa, ásamt ýmsum öðrum þáttum, sem henni voru tengdir, á 240
hlaðsíðum. Loks er minnst á þilskipaútgerð í Vestmannaeyjum, en
þar fór aldrei mikið fyrir henni. — Þriðja bindið endar á kafla um
s5ysfarir á þilskipum á tímabilinu 1813—1930.
IV.
Ejórða bindið hefst á löngum kafla, er nefnist „Skip og veiðar".
Eyrst er þar gerð grein fyrir ýmsum tegundum seglskipa og birtar
feikningar til skýringar. Þá er þáttur, sem heitir „Stjóm seglskipa“.
bar er sem annars staðar í ritinu reynt að halda til haga orðafari
bilskipamanna. Síðan er kafli sem er nær því 100 blaðsíður og
skiptist í ellefu þætti, þar sem fjallað er um allt, sem snertir há-
karlaútgerð á þilskipum. Fróðleikur er að þeirri vitneskju, sem
hirt er um lagvaðinn, en hins vegar leikur á tvennu, hvort hann á
heima í „Skútuöldinni“, því að það veiðarfæri mun ekki liafa verið
n°tað á þilskipum. — Næst á eftir hákarlinum er fjallað um hald-
færaveiðar, og rakin ýmis tilbrigði tengd þeim. Rösklega helmingur