Saga - 1978, Blaðsíða 250
244
RITFREGNIR
fjórða bindis eru skútumanna sögur, og þar er lengsti þátturinn
minningar Jóns Bergssonar frá Þrasastöðum í Fljótum.
V.
Allt fimmta bindið er skútumanna sögur að undanskildum nauú-
synlegum skrám um nöfn manna, staða, skipa, heimildarita og
mynda. 1 skútumanna sögum kynnast lesendur ritsins allnáið lífi
þeirra manna sem á skútunum störfuðu.
Þótt hér hafi verið tínd til nokkur atriði, sem af ýmsum ástæðum
geta orkað tvímælis eða ég tel vanta, eru þau öll saman smáræði
hjá hinu mikla heimildargildi ritsins.
Enginn vafi leikur á, að útgerð þilskipa átti verulegan þátt í
framförum þjóðarinnar á síðustu öld og framan af þessari. Þótt
þess konar útgerð væri fyrir löngu byrjuð áður en sala á lifandi
fé til Bretlands hófst, eignuðust Islendingar þá fyrst að ráði tals-
vert af peningum. Þessi viðskipti stóðu í 30 ár, og léttu þau mjög
undir að menn gátu eignast þilskip. Ef hugað er að þróun kaup-
túna á Vesturlandi, getur engum blandast hugur um, að hún var
farsæl og umtalsverð. Þess voru dæmi, að ágóði í tvær vertíðir af
útgerð þilskips nægði til þess að greiða andvirði þess. Gils getur
um tvö atvik sem styðja þessa staðreynd.
Meðal heimildargagna, sem könnuð hafa verið, eru gamlar versl-
unarbækur, en í þeim er fólgin mikil og margvísleg vitneskja. I
einni slíkri bók frá Flateyri er skráð, að skipið Svanur hafi fengið
417 tunnur lifrar frá vori til hausts 1883. Lifur var þá í góðu
verði eða 36 kr. tunnan. Hreinn ágóði eigenda Svans á þessari
vei-tið var kr. 8765.80. Hlutur skipstjóra var 1280 kr., stýrimanns
690 kr., og háseta 420—450 kr. (I, bls. 204). — Sumarið 1930 var
þilskipið Geysir frá Bíldudal á haldfæraveiðum, og var vertíðin frá
24. apríl til 23. ágúst. Á þessu tímabili aflaði skipið 570% skip-
pund, miðað við fullverkaðan, þurran fisk. Var það með eindæm-
um mikið, og ekki síður það, að einn og sami maðurinn átti 71%
skippund, en undir færum munu hafa verið 14 menn (I, bls. 284—■
285).
Duglegir dráttarmenn urðu á skömmum tíma vel bjargálna. Föð-
urbróðir minn var á einni skútu Gramsverslunar á Þingeyri sum-
arið 1909. Fyrir andvirði sumaraflans gat hann byggt sér lítið
járnklætt timburhús, keypt kú og ennfremur vandaðan sparifatnað.
En það var víðar en á Bíldudal og Þingeyri, sem lúsfisknir drátt-
armenn gátu fénast vel, og það voru eklci einungis kauptúnin a
Vestfjörðum sem stækkuðu vegna þilskipaveiðanna, söm var t.d.
þróunin á Akureyri, í Reykjavík og Hafnarfirði. Birtar eru nokkr-
ar skrár um fjölda þilskipanna á ýmsum tímum. Talið er, að ls-