Saga - 1978, Síða 251
RITFREGNIR
245
lendingar hafi átt flest þilskip á fyrstu árum aldarinnar, en 1905
voru þau 152 á öllu landinu. Flest voru þau í Reykjavík eða 39, en
tíu færri á Akureyri. Þá voru 25 skip í Barðastrandarsýslu, og
hafa þau verið í Flatey, á Patreksfirði og Bíldudal. í Hafnarfirði
voru 15 þilskip og jafnmörg til samans á Dýrafirði, Flateyri og
Isafirði (bls. 41). — Þilskipaútvegurinn leggur gnindvöllinn að
togaraútgerðinni. Þeir, sem kaupa fyrstu togarana, eru einkum
skútuskipstjórar og kaupmenn, og stjórnuðu þeir fyrmefndu lengi
framan af hinum nýju fiskiskipum.
Verðugt verkefni var að skrá sögu skútualdar, og það mátti
ekki gerast öllu seinna en raun varð á. Hefði það t.d. dregist þangað
til nú, mundi mikið af því éfni, sem er í „Skútuöldinni", komið í
glatkistu. Mér telst svo til, að heimildarmenn séu 66, en nú mun
mega telja þá á fingrum annarrar handar, sem enn eru lífs. Lang-
drýgstur við að skrá hefur Sigurður Sumarliðason á Akureyri ver-
jð, en frá honum er efni á 74 blaðsíðum. Einnig hafa gögn frá hinu
eyfirska ábyrgðarfélagi orðið notadrjúg, enda er kaflinn um þil-
skipaútveg í Eyjafirði mjög ítarlegur.
Áður en „Skútuöldin" kom út í fyrra sinn hafði Theódór Frið-
riksson samið rit um hákarlalegur og hákarlamenn. Gils fyllir í
ýmis skörð í bók Theódórs, enda leggja þeir mismunandi áherslu á
hina ýmsu þætti þessa verke'fnis. En eftir útkomu „Skútualdar“
hafa fjórir menn fjallað um hákarlaveiðar Norðlendinga, en þeir
eru: Þorkell Jóhannesson í ævisögu Tryggva Gunnarssonar, Krist-
mundur Bjarnason í ævisögu Þorsteins á Skipalóni, Arnór Sigurjóns-
son í ævisögu Einars í Nesi, og loks hefur Jón Þ. Þór flutt fjögur
útvarpserindi um hákarlaveiðar á Norðurlandi. Telja má til ein-
dæma, að svo margir menn hafi fjallað um einn og sama þáttinn
1 fiskveiðasögu okkar. Þegar kannað er, hvernig sex fyrrgreindir
menn rita og ræða um hákarlinn, veiðar hans og nýtingu, ásamt
ýmsum tilbrigðum, getur ekki dulist, að í „Skútuöldinni" eru þessu
efni gerð ítarlegust skil, enda fyllir það efni, þegar allt er talið,
327 blaðsíður í seinni útgáfunni.
Nú mun aðeins vera starfandi eitt útgerðarfélag, sem stofnað
var þegar þilskipaútvegur var í mestum blóma, en það er fyrirtæki
Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði. Það er nú 72 ára og elsta út-
gerðarfélag landsins. Einhverra hluta vegna verða verslanir ekki
gamlar hér á landi og sama gegnir um útgerðarfélög. Er þetta ólíkt
bví, sem gerist í nágrannalöndum okkar.
Myndaefni ritsins er umtalsvert, enda mun þar vera obbinn af
t>eim myndum, sem enn eru varðveittar og snerta skútuútveginn með
einhverjum hætti. Ennfremur eru þar fjölmargar myndir tengdar
Persónusögu, bæði af einstökum mönnum og hópum. Þau þakkar-