Saga - 1978, Page 252
246
RITFREGNIR
verðu og reyndar sjálfsögðu vinnubrögð eru við höfð í sambandi
við hópmyndir, að greind eru nöfn allra, sem á myndinni eru, ef
þess er nokkur kostur.
Oft og víða er vitnað til „Skútualdar" sem heimildarits. Ég tel
víst, að í framtíðinni verði að því enn meiri brögð, og mætti það
verða Gils Guðmundssyni varanleg umbun fyrir að hafa tekið
daginn svo snemma, að enn var sæmilega ratbjart um sögusvið skútu-
manna.
Lúðvík Kristjánsson.
Hugh Trevor-Roper: GALDRAFÁRIÐ í EVRÓPU. ls-
lenzk þýðing eftir Helga Skúla Kjartansson sem einnig
ritar inngang. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag,
1977. (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins). 246 bls.
Fyrir átta árum hóf Hið íslenska bókmenntafélag útgáfu rita,
sem það nefndi Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Þar skyldu eink-
um birtast þýdd rit sem mikla athygli höfðu vakið erlendis og jafn-
vel valdið þáttaskilum. f þessari ritröð eru fræðirit, en yfirleitt ekki
skáldrit. Svipaðs eðlis var ritröðin Bókasafn Þjóðvinafélagsins, sem
út kom í 10 bindum á árunum fyrir stríð. Þessi starfsemi er í alla
staði virðingarverð og síður en svo ástæða til að minnka hana, frem-
ur er þörf á að auka hana og efla á allan hátt og einnig er nauðsyn
á að þýða sígild skáldrit meir og skipulegar en gert hefur verið.
Ekki er ég þess umkominn að dæma um það, hvernig val þessara
rita hefur tekist, en sum þeirra eru vissulega sígild.
Sú bók sem hér er til umfjöllunar er þýdd af Helga Skúla
Kjartanssyni, og ritar hann fremur greinargóðan inngang um
höfundinn og galdrafárið á fslandi. Gerir það bókina miklu að-
gengilegri fyrir lítt fróða lesendur. Vitaskuld er alltaf álitamál,
hve mikið á að segja í slíkum inngangi, en mér virðist hann vera
hóflegur að lengd og efnismagni. Þýðandi notar hér eðlilega bækur
Ólafs Davíðssonar og Siglaugs Brynleifssonar um galdra, enda
eru þær aðgengilegt yfirlit. — Þótt það komi þessu máli ekki beint
við, verð ég að minnast á eina slæma villu í bók Siglaugs, sem
ella gæti orðið lífseig. Siglaugur segir (s. 217), að 25 aftökur
fyrir galdur hafi átt sér stað í Noregi eða álíka margar og á Is
landi, þótt hér væri þá um það bil 9 sinnum fólksfærra. Bente
Gullveig Alver segir aftur á móti í bók sinni Heksetro og tro
dom, að galdramál í Noregi hafi verið um 760 og þriðjungi ha 1
lokið með dauðadómi, en eftir því hafa aftökur þar fyrir galdui