Saga - 1978, Page 253
RITFREGNIR
247
verið um 250, sem öllu er trúlegra, ef miðað er við fjölda galdra-
mála. Hérlendis voru galdramál um 120. — Eitt einkenni galdra-
mála á Islandi á sér hvergi neina samsvörun í veröldinni, því að
hér voru nær eingöngu karlmenn brenndir fyrir galdra. Hver er
skýringin? Voru konur svo mikils eða lítils metnar? Ég hygg, að
skýra megi þetta að einhverju leyti með því að galdrablöð eða
-stafir voru oftast orsök galdramála hér á landi, og til þess þurfti
kunnáttu í lestri og skrift, sem karlar höfðu fremur en konur.
Þýðandi gerir fremst í inngangi sínum glögga grein fyrir höf-
undi bókarinnar, Hugh Trevor-Roper, prófessor í Oxford. Hann
var á stríðsárunum gagnkunnugur stjórnháttum nasista og dregur
lærdóma þar af um fyrri tíð. Ritið skiptist í sex kafla að viðbættum
formála. 1. kafli nefnist: Tekin trú á makt myrkranna. Þar er
^eynt að greina frá upphafi djöflafræði. 1 seinni hluta kaflans er
sagt að skoðanir 19. aldar manna á galdrafárinu séu nú úreltar.
Þá voru menn bjartsýnir, en það hefur sýnt sig að ýmsum hindur-
vitnum hefur orðið afturkvæmt sem framfaratrúaðir menn töldu
þá heyra sögunni til. Síðar leggur höfundur áherslu á að uppruni
galdraofsóknanna hafi verið í fjallabyggðum Alpanna og Pyrenea-
fjalla. Þar hafi lénsskipan miðalda átt erfiðara uppdráttar og
kirkjan ekki verið eins sterk og í lágsveitum. Galdratrúin hafi verið
félagslegt fyrirbæri ekki síður en trúarlegt og nornaveiðar og Gyð-
ingaofsóknir á þessum tíma mjög sambærilegar. Næstu tveir a.ðal-
kaflar bókarinnar eru um hvernig galdratrúin styrktist í sessi og
komst í algleyming. Pyntingar voru jafnan mikill þattur í játning-
um galdramanna, en ekki er hér getið tilrauna manna, sem hafa
sniurt sig með nornamauki og þannig komist í annarlegt ástand.
Höfundur hefur mjög víða yfirsýn um galdramál í Englandi og
meginlandi Evrópu, og er sá sem þetta ritar ekki fær um að gagn-
rýna þar neitt. Athyglisverðastar þykja mér vera kenningar um,
að þjóðfélög hafi gripið almenn kennd eða ótti og þá verði leitað
Srimmt að blórabögglum. Þannig er meðal annars skýrð kommún-
istagrýlan í Bandaríkjunum og tími MacCartys þar. Virðist þessi
skoðun vera mjög ríkjandi, því að ég hef séð greinasafn um
galdra frá ýmsum tímum og þjóðum, en þar var endað á MacCarty.
Síðar er rætt um hjöðnun galdrafársins og talið að nýr skiln-
ingur á náttúrunni hafi gert út af við galdrafárið. Loks er niður-
stöðukafli, þar sem dregið er saman og við erum m.a. frædd á þvi,
að grísk-kaþólsk lönd hafi sloppið við galdrafár. Vitaskuld gefur
t*essi stuttorða lýsing mjög ófullnægjandi mynd af efni bókarinnar,
°g geta menn best bætt úr því með lestri henr.ar sjálfrar.
Þýðingin virðist vera vel af hendi leyst og prófarkalestur í go u
iugi. Málfar er sums staðar í fornlegra lagi, enda fylgir kö un ui