Saga - 1978, Blaðsíða 254
248
RITFREGNIR
sem betur fer ekki þeirri stefnu að nota óþýdd tökuorð án skýr-
inga. Aftast eru skýringar þýðanda og er að þeim mikil bót. Ég
hef í höndum norska þýðingu þessarar bókar, og er íslenska þýð-
ingin miklu aðgengilegri, m.a. sakir inngangs og athugasemda þýð-
anda. Af öllu þessu er ljóst, að bókin er vel í hendur lesenda búin
og að auki vekur hún til umhugsunar um málefni í samtímanum.
Loks má spyrja hvernig og með hvaða hætti megi draga lærdóma
áf bókinni um galdramál á Islandi, en því er til að svara að hér
voru galdramál að hluta til að minnsta kosti ófullkomin eftiröpun
af því sem gert var erlendis. Galdramál þróuðust hérlendis á sér-
stakan hátt og náðu aldrei til allra landshluta; tækni við þau komst
aldrei á jafn hátt stig sem erlendis t.d. voru pyntingar lítt um
hönd hafðar. Yfir þeirri ómenningu kvartar Ari Magnússon í Ögri
sárlega í Gensvari sínu við Hugrás er hann talar um, hve erfitt
sé að ná tökum á galdramönnum. Hann segir: „Væri hér pína og
pynting til sagna sem utanlands þá væri gott með að gjöra.“
Eina/r G. Pétursson.
MIÐALDAÆVINTÝRI ÞÝDD ÚR ENSKU. Einar G.
Pétursson bjó til prentunar. Stofnun Árna Magnús-
sonar á Islandi. Rvík 1976. cxx+108+2 bls.
Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, áður Handritastofnun ís-
lands, hefur nú formlega verið starfrækt í u.þ.b. 15 ár. Hún hefur
notið farsællar stjórnar prófessoranna Einars Ól. Sveinssonar og
nú síðast Jónasar Kristjánssonar. Á heldur lengri tíma, eða rúm-
lega tveimur áratugum, hafa komið út á vegum Handritaútgáfu-
nefndar (sem var e.k. fyrirrennari Handritastofnunar), Handrita-
stofnunar og Árnastofnunar um 27 rit (miðað við vor 1978), öll
gefin út með vísindalegum hætti.
Þessi rit skiptast í ljósprentanir, sem eru nokkrar talsins, sérút-
gefnar ritgerðir eða ritgerðasöfn um vísindaleg efni og textaút-
gáfur. Síðasttaldi flokkurinn er stærstur og að ýmsu leyti athyglis-
verðastur, ekki sízt fyrir þá sök að textunum fylgir jafnan ræki-
legur inngangur. Þannig hafa m.a. verið út gefnar Skarðsárbók
Landnámu, Svarfdæla saga, Laurentius saga biskups, Árna saga
biskups og nú síðast Hallfreðar saga. Ennfremur hafa verið gefnar
út riddarasögur og rímnaflokkar, svo að nokkuð sé nefnt, og svo
rit það sem hér verður sérstaklega gert að umtalsefni. Vinnu-
brögð öll við útgáfu þessara rita eru með miklum ágætum, enda