Saga - 1978, Page 255
RITFREGNIR
249
situr þar nákvæmnin í fyrirrúmi. Er óhætt að segja, að það hljóð-
láta starf sem þannig er unnið á 2. hæð Árnagarðs í Reykjavík, sé
meira að vöxtum en margan grunar. Astæða hefði verið til að geta
i'ita þessara í ritfregnaþætti Sögu oftar en gert hefur verið, enda
eru t.a.m. fyrrnefndar biskupasögur meðal gagnmerkustu sagnfræði-
legra heimildarrita þjóðarinnar. Þá snertir efni rits þess, sem fjall-
að verður um hér á eftir, talsvert sögu ensku aldarinnar svo-
nefndu.
Miðaldaævintýri þýdd úr ensku í útgáfu Einars G. Péturssonar
er hið snotrasta rit að öllu útliti og frágangi, samkvæmt því sem
bezt verður séð. Þetta er textaútgáfa á 34 „ævintýrum", flestum
mjög stuttum, sem munu hafa verið þýdd á íslenzku á 15. öld, og
neðanmáls fylgir nærri alls staðar enskur texti frá sama tíma til
samanburðar. Orðið „ævintýri“ er hér ekki notað í algengustu nú-
tímamerkingu. „Fyrrum var orðið haft um siðbætandi sögur, oftast
býddar, með guðrækilegu efni og útleggingu" (bls. vii). Þessi mið-
aldaævintýri eru þannig flest trúarlegs eðlis og líklega ekki mjög
skemmtileg að mati nútímafólks, en á kaþólskum tíma hafa þau
notið nokkurrar hylli. Það er óneitanlega athyglisvert, m.a. fyrir
sagnfræðinga, að þetta þýðingarstarf, úr ensku á íslenzku, skuli
hafa farið fram á þessum tíma í ekki minna mæli en raun ber
Vitni, og styður þetta mjög kenningar Björns Þorsteinssonar um
harla náin samskipti þessara þjóða á 15. öld.
í rækilegum inngangi sínum gerir Einar mjög mikla grein fyrir
handritum að hinum íslenzka texta, og hefur undirritaður ekki
farið neitt í saumana á þeim málum, enda ekkert áhlaupaverk að
gera það.
Þá fjallar Einar á ellefu síðum almennt um ensk áhrif hér á
landi fram um 1500, einkum bókmenntaleg áhrif. Á bls. lxxiii-
Ixxiv segir hann m.a. frá því að í Auðunarmáldögum frá 1318
sé enskra bóka getið við a.m.k. þrjár kirkjur norðanlands, að Múla,
Hálsi og Laufási; í Pétursmáldögum frá 1394 sé getið um enskar
baekur á Bakka, Saurbæ og Helgastöðum; og í Sigurðarregistri frá
1525 sé getið um hollenzka messubók og aðra enska í Möðruvalla-
klaustri. Þessi dæmi eru þannig öll úr Eyjafirði og Þingeyjarþingi.
Við þetta má nokkru bæta, þó að það þyki e.t.v. ekki ýkja mikil-
Vsegt. Einari hefur sézt yfir, að tvær enskar messusöngbækur voru
sagðar á Hálsi 1394. Auk þess hefði líklega verið rétt í þessu
sambandi að benda á orð máldaga um írskar bækur í kirkjum. 1
piafsmáldögum frá 1461 og síðar er talað um írskar bækur á Hálsi,
í Saurbæ og í Ási í Kelduhverfi. Þá var írsk bók á Kvennabrekku
í Hölum á dögum Stefáns biskups Jónssonar um 1500, og getið er
írskar bækur í Möðruvallaklaustri og á Grenjaðarstað 1525,