Saga - 1978, Page 256
250
RITFREGNIR
og á Svalbarði á Svalbarðsströnd 1540. Það er athyglisvert í þessu
sambandi, að enskar messusöngbækur voru sagðar bæði á Hálsi og
í Saurbæ 1394, en 1461 voru á báðum stöðunum sagðar írskar söng-
bækur. Sú hugsun hvarflar að manni, að hér séu sömu útlendu bæk-
urnar, efalítið á latínu, á ferð í bæði skiptin. Þannig virðist all-
sennilegt, að á 14.—16. öld hafi enskum og írskum bókum verið
ruglað saman hérlendis, og má gera sér í hugarlund ýmsar skýr-
ingar á því. Tvímælalaust er raunar, að írsku bækurnar, hafi þær
í raun og veru komið frá Irlandi, benda ekki síður en hinar ensku
til nokkurra menningartengsla við Bretlandseyjar á þessum tímum-
Einar fjallar í sérstökum kafla um heimildir ævintýranna, og
finnst undirrituðum, að frásögnin hefði þar sums staðar mátt vera
ofurlítið skýrari eða greinarbetri, enda verið að ræða um rit, sem
flestir íslenzkir lesendur vita harla lítið um. — Síðan kemur svo
kafli um aldur, heimkynni og þýðanda. Þar segir Einar m.a., eftir
talsverða yfirvegun, að þýðingarnar liafi sennilega verið gerðar a
seinni hluta 15. aldar, sjá bls. xcviii. Þetta virðist óneitanlega
sennilegt og koma vel heim við það, að íslandssiglingar, og einkum
-verzlun, voru að mestu í höndum Englendinga einkum um 1430—
70, og raunar lengur, samkvæmt því sem sjá má af Ensku öldinm
eftir Björn Þorsteinsson. Yfirleitt virðast niðurstöður Einárs í þess-
um kafla vel rökstuddar.
Ætla verður að hinn stafrétti texti sagnanna sé nákvæmlegu
unninn, en það hefur undirritaður ekki kannað, enda er þetta rit-
fregn miklu fremur en ritdómur. Við fljótlegan yfirlestur fannst
i innganginum ein prentvilla, sem e.t.v. skiptir máli (bls. xv.ð) ■
Annars er bókin eins og áður segir prýðilega úr garði gerð og
virðist vera bæði Einari G. Péturssyni og Árnastofnun til sóma.
Björn Teitsson.
Lýður Björnsson: BJÖRN RITSTJÓRI. ísafoldarprent-
smiðja hf. Reykjavík 1977. 206 bls.
Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra er tvímælalaust í ^ÓPJ
fremstu stjórnmálaskörunga Islands á síðari öldum, þótt ekki ý*
ráðherraferill hans svo glæsilegur sem efni stóðu til. Það er Þ
vonum seinna að saga hans er skrifuð. Margir munu hafa ætlað se
það verk, en enginn haldið út til loka, og eru ástæðurnar vafalaus^
margar. ísafoldarprentsmiðja, sem Bjöm stofnsetti varð aldarg0111