Saga - 1978, Page 257
RITFREGNIR
251
1977 og var það tilefni þess, að forsvarsmenn fyrirtækisins réðust
1 að láta skrifa sögu Björns. Til verksins valdist sveitungi Bjöms,
Lýður Bjömsson sagnfræðingur.
Höfundur skiptir bók sinni í ellefu meginkafla. Hinn fyrsti fjallar
um fyrstu kynni höfundar af sögu Björns, en síðan rekur hann
®vihlaup hans og eru þeir kaflar, sem fjalla um stjórnmál alda-
niótaáranna eðlilega sýnu fyrirferðarmestir.
Björn Jónsson var — og er — mjög umdeildur maður. Andstæðing-
ar hans óttuðust hann meira en flesta aðra, og ekki að ástæðulausu.
Hann var harðfylginn baráttumaður, sem hafði yfir að ráða einu
útbreiddasta og áhrifamesta blaði landsins. 1 krafti þess hafði Björn
Jónsson forystu um mestu sveiflu, sem orðið hefur í íslenzkum
stjórnmálum á þessari öld og er þar átt við Uppkastskosningarnar
1908. Þegar hann var tekinn við æðstu völdum í landinu mögnuðu
andstæðingarnir áróðurinn gegn honum að mun og gripu þá jafnvel
til þess bragðs, sem jafnan hefur verið ákveðnum hópi íslenzkra
stjórnmálamanna tamt þegar málefnin þraut: lugu á hann geðveiki.
Um þennan þátt í ævi Björns Jónssonar fjallar Lýður Björnsson
a nærfærinn hátt og tekst að sigla þar laglega hjá skerjum og boð-
'Un‘ Hann upphefur söguhetju sína hvergi á kostnað andstæðinganna
en skilar þó verki sínu þannig, að Björn stendur eftir með hreinni
skjöld en hann hefur gert í mörgum öðrum ritum, sem samin
Lafa verið um þetta tímabil.
Bókin Björn ritstjóri er hluti bókaflokksins Menn í öndvegi, en
óókum í honum mun einkum ætlað að höfða til unglinga og annarra
þeirra, sem eru að byrja að kynna sér sögu íslendinga á liðinni tíð.
Þess vegna er ofur eðlilegt að höfundur reyni ekki að setja fram
nýjar og umdeilanlegar fræðilegar niðurstöður. Engu að síður
^efði þó þurft að skýra út ýmis atriði sem lengi hafa þvælzt fyrir
i'Jostinu á fræðimönnum og öðrum, sem hafa kynnt sér tímabil
Jörns Jónssonar. Til dæmis er hætt við.því að lesendur þessarar
ókar eigi að lestri loknum erfitt með að gera sér grein fyrir því,
'vers vegna Björn snerist til fylgis við Valtý Guðmundsson. Þar
°k hann pólitíska kollsteypu. Sömuleiðis hefði gjarnan mátt gera
Ranari grein fyrir tortryggninni, sem ríkti innan Valtýingaflokks-
llls um aldamótin og Sjálfstæðisflokkurinn gamli erfði.
Niðurstaðan um þessa bók verður sú, að hún er mjög læsileg og
f n’srneðferð höfundar skýr og lipur. Að því leyti mun hún vafa-
aust gegna vel hlutverki sínu sem unglinga- og byrjendabók.
^ileg ævisaga Björns Jónssonar ritstjóra, byggð á traustri rann-
n frumheimilda, er hins vegar ósamin enn.
Jón Þ. Þór.