Saga - 1978, Page 258
252
RITFREGNIR
Einar Laxness: ISLANDSSAGA A—K, OG L—Ö.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Rvík
1974—1977. 197 og 247 bls.
íslenzkir fræðimenn og aðrir þeir, sem fást við sögu íslands á
liðnum öldum, hafa lengi saknað góðs og þægilegs uppflettirits, þar
sem finna mætti greinargerð um helztu athurði Islandssögunnar,
án þess að þurfa að leita lengi í þykkum og misjöfnum fræðiritum.
Og nú er þetta rit loksins komið. Höfundur þess, Einar Laxness
cand. mag., hefur að mínum dómi unnið mjög gott verk, þótt vissu-
lega megi gagnrýna þar eitt og annað. Smávillur er vafalaust hægt
að finna með smásmugulegri leit, og hvenær hefur verið sett sam-
an uppflettirit, þar sem engin var villan? Meira má ef til vill deila
um val höfundar á uppfiettiorðum. Að mínu viti hefur hann gert
hag- og stjórnmálasögu mjög góð skil og félags- og verkalýðssaga,
sem ekki hefur verið gert mjög hátt undir höfði í íslenzkri sögurit-
un fram til þessa, fær hér þann sess, sem hún verðskuldar.
Sjálfur hefði ég kosið að geta flett upp á mun fleiri orðum, þar
sem útskýrð væru hugtök og hugmyndafræði miðalda, sérstaklega
miðaldakirkjunnar. 1 þeim fræðum má að vísu finna svar við mörgu
í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, en margir þeir
sem nota munu rit Einars geta ekki notfært sér KHL, nema að litlu
leyti. Á þetta einkum við um námsfólk, sem ég veit af eigin reynslu,
að hefur notað rit Einars mikið og tekið því með þökkum.
Persónusögu sleppir höfundur alveg og er það skiljanlegt. Mikil
rit eru til um íslenzka persónusögu, jafnframt því sem erfitt hefði
verið að velja og hafna mönnum í þetta rit. Margir hefðu þó tekið
því fegins hendi, ef gerð hefði verið grein fyrir nokkrum helztu
mönnum Islandssögunnar, og þeir átt sér sín greinilegu uppfletti-
orð, en auðvitað er minnzt á fjölda manna, þar sem greint er frá
þeim málum, sem þeir unnu mest að.
1 formálsorðum fyrra bindis getur höfundur þess, að sér hafi
þegar í upphafi verks orðið ljóst, að mörgum sviðum yrði að sleppa
og néfnir þar m.a. fyrirtæki. Þegar flett er í gegnum bækurnar
kemur hins vegar í ljós að vandlega er fjallað um mörg fyrirtæki,
en ekki er ég alveg sáttur við val höfundar á fyrirtækjum. Hann
tíundar rækilega, og með réttu, sögu íslenzkra verzlunarfélaga á 19-
öld, en getur hins vegar hvergi Ásgeirsverzlunar á Isafirði. Var
það fyrirtæki þó óumdeilanlega merkur brautryðjandi á sviði sjálf-
stæðrar íslenzkrar verzlunar. Framhald Ásgeirsverzlunar og Gránu-
félagsins, auk fleiri fyrirtækja, voru svo Sameinuðu verzlanirnar
svonefndu og hefði gjarnan mátt skýra frá þeim. Þegar athugað er
val á fyrirtækjum 20. aldar kemur hið sama í ljós, þar er valið