Saga - 1978, Page 259
RITFREGNIR
253
einnig umdeilanlegt. Ég sakna óneitanlega tveggja fyrirtækja:
Kveldúlfs og Milljónafélagsins. Starfsemi Kveldúlfs var mikil á
sínum tíma, og kannski hefur það fyrirtæki orðið sumum héruðum
þessa lands þyngra í skauti en margur hyggur. Annars staðar varð
starfsemi fyrirtækisins hins vegar mikil lyftistöng, og að mínum
dómi verðskuldar Kveldúlfur sæti í slíku riti ekki síður en t.d.
Sláturfélag Suðurlands, að því ágæta fyrirtæki annars ólöstuðu.
Saga Milljónafélagsins varð öll önnur, en hún er merkilegt dæmi um
eina síðustu tilraun Dana til þess að verða forystuafl í íslenzku at-
vinnulífi og til þess að halda þannig völdunum í landinu þótt hin
pólitísku völd minnkuðu. Þannig má vafalaust telja og tína til ýmis
atriði en hér skal nú látið staðar numið.
Eins og áður sagði tel ég Einar Laxness hafa unnið mjög gott
verk, svo gott, að trauðla verður um bætt nema með samningu
miklu stærra verks. Greinargerðir hans fyrir efnisatriðum eru yfir-
leitt mjög skýrar og góðar og tilvísanir ágætar. Umdeilanlegt er
tó, að ekki eru uppflettiorð eins og t.d. togveiðar eða botnvörpu-
veiðar með tilvísun til uppflettiorðsins sjávarútvegur. Mikill kostur
á bókinni er að höfundur getur yfirleitt helztu heimilda við lok frá-
sagnar.
íslandssaga a—ö er hluti af bókaflokknum Alfræði Menningar-
sjóðs. Rit um hvern efnisþátt eru samin sérstaklega og virðist rit-
stjórum útgáfunnar hafa skjöplast nokkuð í því að tryggja nægi-
legt samband á milli höfunda hinna ýmsu rita. Þannig er t.d. ekki
greint frá Ungmennasamtökunum í þessu riti, en það er gert í rit-
inu um íþróttir. Hér hefði gjarnan mátt vísa á milli rita. Prentun
°S frágangur ritsins er góður og aðstandendum þess til sóma. Að
lokum: Hafðu heila þökk, Einar.
Jón Þ. Þór.
Ólafur R. Einarsson, Einar Karl Haraldsson: GÚTTÓ-
SLAGURINN 9. NÓVEMBER 1932. BARÁTTUÁRIÐ
MIKLA 1 MIÐRI HEIMSKREPPUNNI. Bókaútgáfan
Örn og Örlygur, Reykjavík 1977. 296 bls.
Aðeins örfá rit hafa verið gefin út, sem fjalla um lcjör og stöðu
verkafólks í íslensku þjóðfélagi eða um félagshreyfingar verkalýðs-
stéttarinnar. Sagnfræðingar hafa lítið sinnt þessu verkefni, og ekki
hefur verkalýðshreyfingin haft frumkvæði að ritun eigin sögu.
Bókin um 9. nóvember verður að teljast til verkalýðssögu og annar
höfunda hennar, Ólafur R. Einarsson, hefur raunar einnig skrifað