Saga - 1978, Page 261
RITFREGNIR
255
tekin við Alþýðuflokksmenn (raunar er ekki birt nein skrá yfir við-
tölin) og réttarhöldunum yfir þeim eru ekki gerð nein skil, nema
þess er getið, að Stefán Jóhann Stefánsson var lögmaður þeirra
bæði í undirrétti og Hæstarétti. 1 bókinni er yfirleitt litið á Alþýðu-
flokkinn og ASl sem dragbít á verkalýðsbaráttuna. Þau styðja t.d.
ekki verkfall sjómanna í Vestmannaeyjum (bls. 64) og banna Hall-
dóri ICiljan Laxness, síðar Nóbelsrithöfundi, að lesa upp á fundi
(bls. 278—281).
3)Höfundar hafa ríka samúð með Kommúnistaflokki Islands og
ýkja mikilvægi flokksins. Verkalýðsfélögin eru talin vera svifasein,
en Kommúnistaflokkurinn gat „oft brugðist fljótt við skyndiárás-
um og beitti þá alhliða mótmælaaðgerðum" (bls. 286). Goðsögnin
um styrk Kommúnistaflokksins er einnig tengd órökstuddum full-
yrðingum um afleiðingar atburða ársins 1932 : „Hin ötula atvinnu-
leysisbarátta ársins 1932 skóp kommúnistum möguleika á fjölda-
aðgerðum er leiddu til árangursríkrar samfylkingar síðar á fjórða
áratugnum." (bls. 286).
Það er einfaldlega ekkert beint samband á milli 9. nóvember 1932
°g stofunar Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Sú
þróun verður ekki skýrð nema með hliðsjón af stefnubreytingu
Kominterns á árunum 1934—1935, en Komintern ,,leiðbeindi“ Komm-
únistaflokki Islands sem og öðrum kommúnistaflokkum. Einnig hafði
kosningaósigur Alþýðuflokksins 1937 mikil áhrif á samstarfs-
vilja hóps Alþýðuflokksmanna undir forystu Héðins Valdimarsson-
ar við Kommúnistaflokkinn. Eftir árið 1932 (1933—1934) hófst hins
vegar hnignunarskeið í Kommúnistaflokki Islands, sem um skeið
logaði í innanflokksdeilum og tapaði fylgi í kosningunum 1934.
Hlutdrægni af þessu tagi er til lítillar fyrirmyndar. Höfundar
lýsa hvergi yfir afstöðu sinni, þannig að lesandinn geti auðveldlega
áttað sig á því pólitíska landakorti, sem lagt er til grundvallar. Á
bókarkápu er annar höfunda kynntur sem stjórnmálafræðingur og
binn sem sagnfræðingur. Fræðimenn geta varla skotið sér undan
bröfum um öguð vinnubrögð með skírskotun til „blaðamennsku-
Sagnfræði“.
Umræðum um kreppuárin lýkur vonandi ekki með þessari bók.
Hún hefur þegar beint athygli margra að tímabili, sem fjöldi Is-
lendinga vill helst annað hvort gleyma með öllu eða sveipa rauðum
áýrðarljóma horfinnar baráttu. Enn er ósvarað mörgum spumingum
Varðandi ofbeldi og verkalýðsbaráttu á kreppuárunum. Ofbeldi
verður að skoða í ljósi þjóðfélags hvers tíma. Þannig bendir ýmis-
^egt til, að slagsmál hafi verið algengari á íslandi á fyrri áratug-
Utn þessarar aldar en á okkar tímum: „Lögreglan var viðbúin átök-
l’m þennan dag. Róstur, pústrar og stympingar voru raunar daglegt