Saga - 1978, Page 262
256
RITFREGNIR
brauð hjá lögreglunni á þessum árum. Um hver áramót voru slags-
mál, það var róstusamt á útifundum og í kringum kröfugöngur og
til tíðinda dró í sambandi við fundi bæjarstjórnar." (bls. 168).
Mikilvægi og merking atburða sem Gúttóslagsins 9. nóvember 1932
getur verið allt annað ef miðað er við samfélag, þar sem slagsmál
eru fátíð, heldur en þegar „Um hver áramót voru slagsmál ..
Helgi Skúli Kjartansson hefur í ritdómi um „9. nóvember 1932“
(Vísir, 19. desember 1977) dregið þá ályktun af lestri bókarinnar
„að meirihluti andófsmanna hafi haldið sig frá vettvangi hörðustu
átakanna, en nokkrir tugir manna, aðallega skipulögð sveit komm-
Unista, hafi langmest gengið fram fyrir skjöldu. Aftur á móti virð-
ast höfundar gera ráð fyrir mjög almennum og vígreifum samhug
verkamanna, og má það rétt vera, en verðskuldar nánari rökstuðn-
ing.“ Bókin um 9. nóvember 1932 vekur e.t.v. fleiri spurningar en
svarað er. Hún er því gagnlegt rit.
Svanur Kristjánsson.
Gísli Jónsson: KONUR OG KOSNINGAR. þættir úr
sögu íslenskrar kvenréttindabaráttu. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs. Reykjavík 1977. 133 bls.
Árin 1971—1972 birtust í Lesbók Morgunblaðsins 13 greinar eftir
Gísla Jónsson, menntaskólakennara á Akureyri, undir yfirskrift-
inni „Um kosningarétt og kjörgengi íslenzkra kvenna“. Greina-
flokkur þessi, sem höfundur flutti upprunalega sem útvarpserindi,
kom út í bókarformi í lok síðasta árs hjá Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs. Undanfarin ár hefur glæðst áhugi á hlutdeild kvenna í þjðð"
arsögunni síðustu aldir, að líkindum fyrir tilverknað hinnar al-
mennu kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttu, sem svo mjög hefur verið
í brennidepli undanfarinn áratug eða svo. Nokkrar B.A.-ritgerðir
hafa verið skrifaðar af stúdentum í sagnfræði við Háskóla Islands
um þennan málaflokk undangengin ár, og á síðasta ári birti Sigríður
Th. Erlendsdóttir fyrirlestur í safnritinu Reykjavík, miðstöð þjðð-
lífs, sem bar heitið „Reykvískar konur í atvinnulífinu 1880—19lÁ •
Síðastliðið sumar flutti Sigríður og erindi um þátttöku íslenskra
kvenna í atvinnulífinu á svipuðu tímabili á norrænu sagnfræðinga-
þingi, sem haldið var í Þrándheimi.
Bók Gísla og þessir fyrirlestrar Sigríðar eru staðfesting þess, a
hlutur kvenna í þjóðarsögunni hefur vakið verðskuldaðan áhuga
sagnfræðinga hin síðari ár.
Gísli Jónsson rekur í bók sinni baráttuna fyrir kosningarétti og