Saga - 1978, Side 263
RITFREGNIR
257
kjörgengi kvenna til safnaðarstjórna, sveitarstjóma og alþingis frá
því er þessi mál fyrst komu til kasta alþingis árið 1879 og fram
til ársins 1926, er konur höfðu með lögum fengið „algert og óskilyrt
jafnrétti við karla um kosningarétt og kjörgengi á Islandi, hvort
heldur var til alþingis eða sveitarstjórna“, eins og höfundur kemst
að orði í bók sinni (bls. 129).
Svo verðugt rannsóknarefni sem saga íslenskrar kvenréttinda-
haráttu er og þá ekki síst sá þáttur hennar, er lýtur að kosninga-
rétti kvenna og kjörgengi, fer ekki hjá því, að það skyggi nokkuð á
gildi þessarar bókar Gísla Jónssonar, að hún flytur lítið annað en
óbreyttan texta þess greinaflokks, sem birtist í Lesbók Morgunblaðs-
ins fyrir 6—7 árum. Gísli hefur hvorki endurskoðað greinar sínar
svo nokkru nemi né aukið þær að efni, þannig að ekkert bendir til
tess, að hann hafi á þeim árum, sem nú eru liðin frá birtingu greina-
flokksins, haldið áfram þeim athugunum á sögu íslenskrar kven-
réttindabaráttu, sem upprunalega urðu hvatinn að útvarpserindum
hans og greinaflokki um þetta efni. Þetta er mjög miður, þar sem
með útgáfu bókarinnar vinnst ekki annað en það, að lesendum er
fenginn áður birtur fróðleikur í handhægari umgerð. Eina efnisvið-
auka bókarinnar er raunar að finna í formála, þar sem höfundur
Setur þess, að honum hafi borist í hendur skjöl, er sýni að kona hafi
verið sett á kjörskrá við kosningar í Strandarhreppi (Hvalfjarðar-
strönd) í Borgarfjarðarsýslu við endurreisn alþingis 1845 (bls. 5—
6)- Ekki kveðst höfundur þó hafa haft tækifæri til að rannsaka
hvort umrædd kona var á endanlegri gerð kjörskrár né heldur hvort
hún hafi neytt atkvæðisréttar síns hafi svo verið.
Gísli skiptir bók sinni í þrjá langa kafla, sem öllum er skipt í
fjölmarga undirþætti. Fyrsti kafli bókarinnar (bls. 7—39) ber yfir-
skriftina „Karlar í fararbroddi". 1 þessum kafla er fjallað um af-
shipti alþingis af kosningarétti kvenna og kjörgengi til sveitar-
stjórna og alþingis fram til 1893. Þá er og í kaflanum greint frá
teim hugmyndum, er fram komu á Þingvallafundum um þetta mál-
efni, jafnframt því sem nokkuð er rakin sú umræða, er varð í blöð-
11 m og á opinberum vettvangi um þessi mál, t.a.m. í fyrirlestrum
Páls Briem (1885) og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (1887).
Eins og heiti þessa kafla bókarinnar ber með sér höfðu karlar og
há einkum einstakir alþingismenn forystu um rýmkuð réttindi kon-
til handa allt fram á síðasta áratug 19. aldar. Því var og óspart
aldið á lofti af þeim þingmönnum, er andsnúnir voru rýmkun
es_ningalöggjafarinnar, að konur hefðu sjálfar haft litla tilburði
* Pá átt að krefjast aukinna stjórnmálaréttinda sér til handa. Þannig
, ya®st Klemens Jónsson ekki sjá nauðsyn þess, að konur fengju
jöigengi til sveitarstjóma árið 1893, þar eð þær hefðu ekki sjálfar
17