Saga - 1978, Page 264
258
KITPREGNIR
farið fram á þessi réttindi. Var þessi röksemd ekki einungis notuð
um réttindamál kvenna, heldur einnig um flest önnur mál, er lutu
að auknum réttindum þeirra þjóðfélagshópa, er bjuggu við skertan
hlut, t.a.m. er afnám vistarbandsins komst á dagskrá alþingis á síð-
asta áratugi 19. aldar.
Konur höfðu að vísu ekki sett fram kröfuna um kjörgengi sér til
handa, en áhugi þeirra á réttindamálum sínum var að vakna. Þannig
hafði Bríet Bjarnhéðinsdóttir haldið fyrirlestur um réttindi, hagi
og menntun kvenna árið 1887 og árið 1888 barst Þingvallafundi
áskorun frá 73 konum í Isafjarðarsýslu „um aukin réttindi kvenna,
og áþekka ósk las Pétur Jónsson á Gautlöndum frá 27 konum á
fundi á Einarsstöðum í Reykjadal" (bls. 30). Samþykkti Þingvalla-
fundur í framhaldi af þessu áskorun til alþingis, sem m.a. fól í
sér að konur hlytu kosningarétt og kjörgengi í sveitar- og safnað-
armálum. Þá höfðu og greinar um kvenréttindi birst í Fjallkon-
unni og Þjóðviljanum. Virðist Þingvallafundur 1888 í raun marka
gleggri tímamót í baráttunni fyrir auknum kvenréttindum en Gísli
gerir grein fyrir, því að í ályktun hans felast meginkröfur þær>
sem barist var fyrir utan þings og innan á næstu árum.
Á síðasta áratugi 19. aldar tóku konur hins vegar í auknum mæl1
að beita sér fyrir kröfum um kvenréttindi. Tekur Gísli réttindabar-
áttu þeirra einkum til mnf jöllunar í öðrum kafla bókarinnar, er ber
heitið „Konur á sóknarsviði“ (bls. 41—90), en í þessum kafla rekur
hann gang þeirra mála, er lutu að auknum menntunar- og stjórn-
málaréttindum kvenna fram til ársins 1911. Stofnun Hins íslenska
kvenfélags 1894, upphaf útgáfu kvennablaðanna Framsóknar á Seyð-
isfirði og Kvennablaðsins í Reykjavík 1895 og stofnun Hins íslenska
kvenréttindafélags 1907 veittu konum vettvang fyrir skoðanaskipt'
og útbreiðslu sjónarmiða sinna.
Mér þykir það miður farið, að Gísli gerir enga tilraun til að
skýra upphaf samtakamyndunar kvenna um réttindamál sín. Þá-
gerir hann enga úttekt á því úr hvaða þjóðfélagshópum þær konur
voru, sem einkum gerðust virkir þátttakendur í störfum þessara fé'
laga. Þær konur sem til forystu völdust virðast flestar hafa verið
dætur eða eiginkonur efnaðri hluta bæjarbúa og sama á við um
þær konur, er kjörnar voru til setu í bæjarstjóm Reykjavíkur 1908,
en þær voru Katrín Magnússon (kona Guðmundar Magnússonar
læknaprófessors), Þórunn Jónassen læknisfrú (systir Hannesar
Hafstein), Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir (ekkja
sr. Lárusar Jóhannessonar) (bls. 62). Væri mikill fengur að því, e
unnt væri að gera könnun á þjóðfélagslegri stöðu þeirra kvenna, er
störfuðu í Hinu íslenska kvenfélagi og Hinu íslenska kvenréttinda
félagi, þar sem niðurstöður slíkrar könnunar kynnu að gefa nokkra