Saga - 1978, Blaðsíða 266
260
RITFREGNIR
þó að teljast nauðsynleg forsenda fyrir fyllri skilningi á baráttu
kvenna fyrir stjórnmálajafnrétti við karlmenn.
Þó svo að undirritaður hafi hér að framan tilgreint ýmsa galla,
suma smávægilega, aðra veigameiri, á þessari bók Gísla Jónssonar,
fer ekki hjá því að fengur sé að henni fyrir áhugamenn um sögu
íslenskrar kvenréttindabaráttu, einkum þá, sem ekki þekktu til
greina Gísla í Lesbók Morgunblaðsins. Þeir fá hér heillega sögu
baráttunnar fyrir þessum málum á þingi og á opinberum vettvangi-
Bókin er einkum safn staðreynda, Gísli hefur unnið frumvinnuna,
en margir þættir bíða enn frekari úrvinnslu. Er og vonandi, að bók-
in verði „vísir annars meira — og betra“ eins og höfundur kemst
að orði í formála.
Frágangur bókarinnar og prófarkalestur er til fyrirmyndar, þ°
gjarnan hefði mátt geta þess, að stafsetning í beinum tilvitnunum
er færð til nútímahorfs.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson.
Kari Shetelig Hovland: FIRMA J. E. LEHMKUHLS
ISLANDSFORRETNING. Bergen 1978. Úr Sjofarts-
historisk árbok 1977.
Þetta hefti er annars þáttur úr viðamiklu rannsóknarverki, sem
frú Karí hefur unnið mörg ár að. Hún hefur um áratugi haft mik"
inn Islandsáhuga eins og faðir hennar hafði, Hákon Shetelig Pr0'
fessor í Björgvin.
Verkefni hennar er veiðar Norðmanna við Island seinnihluta 19-
aldar og athafnir þeirra á landi í sambandi við þær. Lehmkuhb
þýskættaður Björgvinjarbúi (1822—1905), var einn atkvæðamesti
útgerðarmaðurinn í þeirri sögu. Frá 1868 hafði útgerðarfyrirtæki
í Mandal haft síldarsöltun á Seyðisfirði og báta sína á vertíð fyrU
landi. Áratug síðar voru það einkum Körmtarmenn og svo Hauga
sundsmenn grannar þeirra, sem bættust í hóp íslandsfara vegna
síldar. Vorið 1880 fóru alls 75 norsk skip til veiða við landið. Þa
var það sem Joachim Lehmkuhl lét eitt af skipum sínum slást í hop
inn, „galeasinn" Rap, skipstjóri P. N. Hansen; leiðangursstjóri var
Hans Hansen og tók þegar á leigu löndunarpláss á Eskifirði, a
þess að tryggja sér uppsátur á Norðfirði ef þar reyndist jafnhentug >
sem ekki var. Salt og tunnur sendi Lehmkuhl strax með öðru seg
skipi sínu. Þriðja löndunarplássið fengu þeir í Fáskrúðsfirði t
Mjóafirði 1881). Lehmkuhlshúsin, reist 1880 á Eskifirði, eru
horfin en jafnsnemma þeim voru reist fáein önnur Norðmanna