Saga - 1978, Blaðsíða 267
RITFREGNIR
261
sem lengur hafa þar haldist: hús Köhlers, Sundförs, Péturs Brekkes
og 1884 hús Fredriks Klausens. Frá ýmsu markverðu er að segja,
sem í ritinu ber kaflaheitið Landnám. Orsakir til ráðabreytninnar
voru einkum þær að vorsild brást við Noreg 1875 og síðan og aðrar
síldargöngur rénuðu að loknu góðæri sínu 1876, flotann vantaði
verkefni. Nóg síld við Island, Norðmenn fengu þar 1881 167 þús.
tunnur af saltsíld.
Vorið 1882 fengu J. Lehmkuhl og Kristoffer sonur hans sér lönd-
unaraðstöðu norður á Litla-Árskógssandi, aðra við Fagrabæ austan
Eyjafjarðar, þriðju í Hrísey. Afli þessa sumars varð rýr, enda veðr-
áttan eindæma köld. Þó óx stórhugur útgerðarmanna 1883, þeir
kepptust við að koma sér upp húsum víða um Norðurland fyrir
^ekstur sinn. Stórtap varð 1884 vegna aflabrests og síðan mikilla
skiptapa 11. sept. í Eyjafirði. Og mögru árin urðu tíu. Stöðugt beið
°g þraukaði Lehmkuhl, betur flestum öðrum, en sumrin 1887 (ísaár)
og 1888 lágu veiðamar nærri alveg niðri.
Þorskveiðar og saltfiskverslun tóku talsvert að eflast árin kring-
um 1890 til uppbótar fyrir síldarhrunið. Hausthrotur síldveiða
komu loks fyrir austan 1890, 1891, 1892 og 1894 og kom sér vel að
Fredrik Klausen sem varð staðgengill Lehmkuhls á Eskifirði, og
nokkrir aðrir höfðu viðhaldið nótabúnaði og öllu sem þurfti til að
f'agna sildinni á ný. í Eyjafjörð gekk síldin lítt að gagni þessi
haust, nema dálítið 1894. Allmikil síld var við landið sumrin 1895,
1896 og 1900. Þegar hér var komið hafði mannfjöldi Seyðisfjarðar
komist í 1100 og annarra síldarstaða líka vaxið hratt. Hið stopula
silfur hafsins gat ekki fullnægt vonum, sem það hafði vakið, enda
engin raunhæf aðferð fengin til síldarleitar á hafi úti, menn biðu
komu hennar inn í firðina.
Með 20. öldinni fór smám saman að verða ljóst að næsta blóma-
skeið síldveiðanna varð gjöf til Norðurlands en Austfirðir voru ger-
samlega afskiptir næsta mannsaldur. J. Lehmkuhl var hniginn að
aldri, eyfisk útgerð hans gekk eigi vel. Þegar hann lést eftir nýár
1905 tók við Kristoffer sonur hans, nýorðinn ráðherra í stjórn Chr.
klichelsens, og hann missti brátt áhuga á að firma sitt ætti margar
söltunarstöðvar og tilheyrandi útgerð á íslandi. Aukið eftirlit með
u wiílna landhelgi og því að rekstur væri eingöngu í höndum íslenskra
(eða danskra) borgara gerði nú líka strik í reikninginn. Kr. Lehm-
kuhl kom til leiðar að Bergenska gufuskipafélagið hafði frá 1908
Sufuskip í föstum íslandsferðum um langan aldur (fyrst skipið Úr-
auus). En árin 1908-11 losaði hann sig við flestar Islandseignir sínar
°S gufuskipin Axel og Nordkyn, sem hann hafði haft í förum milli
sin og þeirra, svo og við söltunarstöðvar allar í Noregi (nema 1912
1 Espevær). Metaflaár Norðmanna við Island, 1915, fór Kr. Lehm-