Saga - 1978, Síða 268
262
RITFREGNIR
kuhl á ný að hugleiða hvert gagn hann (eða Bergensfirmað S. Hel-
dal, tengt honum) gæti haft af Eskifjarðarstöðinni, sem fyrir löngu
var raunar flutt ásamt fleiri stöðvum yfir á nafn Predriks Klausens
(laga vegna). Styrjöldin setti punkt aftan við þá hugleiðing. Synir
Fredriks, íslenskir menn, tóku því til fullnustu við Lehmkuhlshúsum
þeim.
Sagan, sem nú var stiklað á, er rakin í ritinu af mikilli ná-
kvæmni eftir frumgögnum, sem einkum eru í Björgvin. Áhrif
norskrar útgerðar á hina íslensku skiptu sköpum í mörgum sjávar-
þorpum. Rit þetta er góður fengur og höfundi til sóma. Við bíðum
með eftirvæntingu birtingar á framhaldi greina eða stærri bókar
frá hendi hennar.
Björn Sigfússon.
Halldór Laxness: SEISEIJÚ, MIKIL ÓSKÖP. Helga-
fell. Reykjavík 1977. 191 bls.
„Gaman væri að eiga alþíngistíðindi frá þeim degi þegar Þorgeir
ljósvetníngagoði sálufélagi Einars þveræíngs, eða var þetta máski
sami maður, vaknaði einn morgun á Þíngvöllum við það að hann
hafði orðið kaþólskur í höfðinu meðan hann svaf.“ Með þessum
orðum hefst fyrsta ritgerðin í nefndri bók: Fáeinar atlmganir um
„kristinréttarákvæði elstu“. Mun vart hægt að hugsa sér frumlegra,
margslungnara og forvitnilegra upphaf á ritverki, enda stuðlaði
það með öðru að því að halda athygli manna óskertri á annan
klukkutíma þegar ritgerð þessi var flutt sem fyrirlestur í Árna-
garði á sínum tíma. Sá tónn sem sleginn var með þessum upphafs-
orðum brást heldur engum fyrirheitum, því að nýstárlegur frum-
leiki í efnistökum og umfjöllun hélst fyrirlesturinn á enda. Þegar
honum lauk liefðu menn gjarnan viljað heyra meira. Og það gildir
enn þegar sama efni er komið á bók.
„Kristinréttarákvæði elstu“ sem um ræðir eru þau ákvæði sem
Ari fróði segir að sett hafi verið þegar kristni var lögtekin, sem
eru fjögur í raun: um kristni, barnaútburð, hrossakjötsát og blót-
Síðan dregur Halldór Laxness fram fimmta ákvæði, sem hann telur
líkur til að sé frá sama tíma og alténd eldra en Kristinna laga þátt
biskupanna Þorláks og Ketils frá 1130, en það er ákvæði um sektii
við fimmmenningagiftingum. 1 Grágás segir: „Það var fornt 1 °S'
mál þar er þriggja bræðra er með mönnum að frændsemi, að þal
skyldi til ómegðar leggja tíu aura, en nú er það af tekið.“ Þessi
orð standa á eftir tvennum nýmælum, sem tekin hafa verið upp 1