Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 5
Jb. Að lokum þakka ég þér, Páll, yndislegar samverustundir og óska þess að ævikvöld þitt verði Ijúft og litríkt, eins og líf þitt allt. Þinn einlægur Frá Tónlistarskólanum Með Páli ísólfssyni bárust hingað norður, þegar á árunum eftir 1915, rismiklar öldur tíma tónmenningar. Tónleikar Páls á þess- uni árum fluttu þjóðinni suðræna binu og hámenningu. Vísir að Tónlistarskóla komst hér fljótlega á fót að boði Páls, er hann var sestur að heima, og hljómleikahald var stóraukið og erlendir snill- ingar ráðnir hingað að kynna heimslistina. Nýr boðskapur var flutt- ur Jandsmönnum, þar sem Páll var aðaldriffjöðrin. Og nýtt líf færð- ist í íslenzkan tónskáldskap. Koma Páls heim til íslands markaði augljós þáttaskil, og má vel kalla þau tímamót upphaf æðri tónlistar liérlendis. Þegar íslenzk tónlistarsaga verður skrifuð, mun margt gera kröfu til að komast þar með á blað. En ef það er borið saman við tón- smíðar Páls Isólfssonar, er það yfirleitt veikburða. Kunnátta Páls leyfði honum miklu fjölbreytilegri tök á verkefnunum en áður þekktist. ' . h j Páll Isólfsson var aðsópsmikill leiðtogi og harður brautryðjandi. Hann hlífði hvorki sjálfum sér né öðrum. Hann krafðist nýrra vinnu- brap;ða á öllum sviðum þrátt fyrir frumstæð vinnuskilyrði. Að horfa á hann stjórna æfingum var óþekkt ævintýri og ógleymanlegt öll- um Hann var hér alger brautryðjandi í listrænum flutningi, og sem tónskáld braut hann lika nýjar leiðir i krafti sinnar miklu I>ekkin!iar. Páll var kerra, plógur og hestur í íslenzku tónlistarlífi í áiatugi. Tónleikar hans um allt land skiptu hundruðum, og er maður leiðir hugann að öllum hans störfum, sem leiðtogi, kennari, organisti, skólastjóri, stjórnandi og ráðunautui, er þaS næstum því ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.