Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 22
Tveir brautryðjendur Á þessu ári eru liðin 120 ár frá fæðingu tveggja forystumanna í ís- lenzku tónlistarstarfi. Helgi Helgason fæddist í Reykjavik 23. janúar 1848. Hann la-rði trésmíði og lagði siðan gjörva hönd á margt. Hann smíðaði skip og brýr, byggði hús, fékkst við útgerð og verzlun. — Helgi var í nokkur ár búsettur í Ameríku, en eftir heimkomuna (1912) settist hann að í Hafnarfirði og síðan í Vestmannaeyjum. Snemma bar á á efnisskránni. Hún er æskuverk hans, og gæti því hafa verið leikin þarna af hinum verðandi meistara. Hvemig raddaval og túlkun verkanna hefur verið í þá daga, er erfitt að gera sér í hugarlund, enda er túlkun nú- tíma hljóðfæraleikara nijög mismun- andi. Sama verkið ber margs konar svip, ekki síður en saina fyrirmynd sönghneigðinni hjá Helga. Um ferm- ingaraldur smiðaði hann sér fiðlu, sem hann lék á. Árið 1875 fór hann til Kaupmannahafnar og lærði lúðra- blástur hjá Baldvin Dahl og fiðfuleik lijá O. Paulsen. Aftur fór hann utan 1880 og lærði tónfræði hjá P. Ras- mussen organleikara í Kaupmh. Árið 1876 stofnaði Helgi fyrstu lúðrasveit á Islandi og nefndi „Lúðurþeytarafé- lag Reykjavíkur". Söngfélagið „Harpa" starfað þá lengi vel í Reykjavik. Var Helgi formaður þess og lífið og sálin í félaginu ásamt Jónasi bróður sín- um, sem var söngstjórinn. Helgi smíð- aði fyrsta harmoníum, sem smíðað var hér á landi og hann smiðaði pípu- orgel í kirkju Islendinga í Winyard og annaS í frikirkjuna í Hafnarfirði. Helgi sagði eitt sinn við Jónas dóm- kirkjuorganleikara, bróSur sinn: „Það á ekki að setja útlend lög við íslenzk kvæði; við eigum að semja lögin sjálf- ir." Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann samdi yfir 80 sönglög. Hann gaf út nokkur sönglagahefti sem hann kallaSi „íslenzk sönglög". Ennfremur kom út sérprentaS eftir hann „Gunnarshólmi", „Vorsöngur" og „ViS gullbrúSkaup Christians kon- ungs IX. og Louise drottningar." Það lag var sungiS i Reykjavík 26. maí 1892. Og lögin hans halda enn velli, t.d. „Öxar við ána", „Svífðu nú sæta", verð'ur margbreytileg hjá hinum ýms- um málurum. Tónleikarnir voru vel sóttir, og voru opinin tónleikavikna í Mariukirkjunui í sumar. Allt frá dögum Buxtehudes hafa slíkir tónleikar tíðkast, en hann var upphafsmaður þessara svonefndu kvöldtónleika í Maríukirkjunni. Haukur Guoíaugsson. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.