Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 25
Félag íslenzkra organleikara Á aðalfundi félagsins 1967, var sam- þykkt að bjóða öllum starfandi org- anleikurum landsins að gerast félag- ar í F.Í.O. I framlialdi af því var þeim organ- leikurum, sem vitað var um, send éskorun um að sækja um inngöngu í félagið. Brugðust organleikarar vel við og hefur félagið aukizt mikið á þessu starfsári. Nú hefur komið í ljós, að þær upp- lýsingar um starfandi organleikara, sem tókst að afla, eru ófullnægjandi. Þeir organleikarar, sem ekki hafa fengið send umsóknareyðublöð frá fé- laginu, eru því vinsamlega beðnir um að gera ritara aðvart. Einnig eru fé- lagar, sem vita um starfandi organ- leikara, sem ekki hafa fengið boð um inngöngu í félagið, beðnir um að senda upplýsingar til félagsins. Ritari. Aðalfundur F.Í.O. var haldinn í Háteigskirkju mánudaginn 30. sept. 1968. I upphafi fundar minntist formað- ur Jóns Leifs, tónskálds, sem lézt sl. sumar. Einnig minntist formaður lát- ins félaga, Friðriks Þorsteinssonar, organleikara við Keflavíkurkirkju, sem lézt 31. ágúst sl. Tveir nýir félagar voru teknir í fé- lagið, Reynír Jónasson, organleikari við Húsavíkurkirkju og Steinn Stefáns- son, organleikari við Seyðisfjarðar- kirkju. Rætt var um norrænt kirkjutónlist- armót í Reykjavik næsta sumar. Blað- nefnd skýrði frá störfum sínum. Kom fram við umræður að æskilegt væri að kórlag fylgdi hverju hefti. Ekki var tekin ákvörðun í því, þar sem fjár- hagur félagsins rís ekki undir miklum kostnaði í sambandi við útgáfu blaðs- ins. Nokkrar umræður urðu um launa- mál og kosin nefnd til að kanna það mál nánar. Lagt var fram uppkast aS nýjum félagslögum og voru þau sam- þykkt óbreytt. Þá fór fram kosning stjórnar, vara- stjórnar og endurskoðenda. Haukur Guðlaugsson baðst eindregið undan endurkosningu vegna anna. Kosnir voru í stjórn félagsins: Formaður Páll Kr. Pálsson, ritari Jón G. Þórarins- son og gjaldkeri, Gústaf Jóhannes- son. í varastjórn voru kosnir: vara- formaður Jakob Tryggvason, vararit- ari Árni Arinbjarnarson og varagjald- keri Haukur Guðlaugsson. Endurskoð- endur voru kosnir: Svavar Árnason og Páll Halldórsson. Onnur mál: Samþykkt voru óbreytt félagsgjöld næsta ár en inntökugjald nýrra félaga ákveðið kr. 200,00. Sam- þykkt var að stofna minningarsjóð með útgáfu minningarkorta. Samþykkt var að vinna að heimsókn tveggja orgel- snillinga Fernando Germani og Jean Luc, sem verSur á ferS vestur um haf eftir áramótin. Næsti fundur var ákveðinn mánu- daginn 21. okt. í Domus Medica. ;. c þ. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.