Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 23
„Nú er glatt í hverjum hól", „Þá sönglist ég heyri", „Skarphéðinn í brennunni", „Þrútið var loft" o.fl. — Helgi dó í Reykjavik 14. des. 1922. (SöngmálablaSiS „Heimir" sem Sig- fús Einarsson og Friðrik Bjarnason gáfu út birti í 2. tbl. 1. érg. góð'a grein eftir Fr. B. Eru þar rakin ævi- atriði og tónlistarstörf Helga). Magnús Einarsson fæddist 8. júlí 1848 að Björgum í Köldukinn í S.- Þingeyjarsýslu. Ekki kunnum viS aS segja margt frá bernskuárum hans. En snemma kom í Ijós aS hugur hans hneigðist mjög aS söng. „Sú saga er eftir Magnúsi höfð, aS eitt sinn er hann var á Akureyri, lik- lega um tvítugsaldur, heyrði hann hljómsveit ensks herskips leika, er lá hér á höfninni. Settist hann þá niður, í einhverja brekkuna hér, frá sér num- inn af undrun og fögnuSi, og sat þar lengi dags í einhverju algleymings- ástandi, löngu eftir að hljómsveitin hætti. Svo altekinn var hann af „tóna- þytsins töfrum." Magnús lærði að leika á harmoníum á Melstað í Miðfirði hjá Theodóri syni sr. Ólafs Pálssonar. Síðan var hann einn vetur viS nám hjá Jónasi Helga- syni dómkirkjuorganleikara í Reykja- vík. Eftir þaS starfaSi Magnús á Ak- ureyri aS undanskildum fáum árum, sem hann var forsóngvari við Húsavík- urkirkju. Magnús organisti var hann kallað'ur. En hanii kenndi líka söng við MöSruvalIaskólann (og seinna við gagnfræSaskólann á Akureyri) og barnaskólann á Akureyri. — AriS 1893 fór hann til Kaupmannahafnar og ¦*£¦.¦•** = lærSi orgelleik og lúSrablástur. Viggo Sanne mun hafa veriS aSalkennari hans. A Akureyri stofnaSi Magnús og stjórnaði ýmsum kórum og lúðra- sveitum. Frægastur þessara flokka varð Karlakórinn „Hekla", sem íyrstur ís- lenzkra kóra fór í söngfór til útlanda. En það var 1905, sem „Hekla" söng í Noregi og Færeyjum undir stjórn Magnúsar. Var sú för hin mesta frægð- arfiir. Magnús samdi nokkur lög, 12 þeirra — fyrir karlakór — voru gefin út 1909. Árið 1892 kom út fallegt nótnahefti, sem félagið „Díana'* á Ak- ureyri gaf út og Magnús bjó til prent- unar. í því er eitt lag eftiv Magnús. Magnús dó 12. marz 1934. (Söngmálablaðið „Heimir" sem Samband islenzkra karlakóra gaf út, birti í 4. h. 5. árg. ágæta giein uni Magnús eftir Snorra Sigfússon skóla- stjóra. Ur þeirri grein eru orðin sem hér eru innan tilvitnunarmevkja). P. H. ORGANISTABLAÖIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.