Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 21
Haukur Guðlaugsson heldur urgeltónleika í Liibeck OrganistablaSiS hefur beSiS mig að segja frá tvennum tónleikum, er ég hélt í Þýzkalandi í júní síöastliSnuni. Fyrri tónleikarnir voru í Dómkiikj- unni í Schleswig, en þar er hið fræga Marcussen orgel. Orgelið hefur þrjíi spilaborð og pedal, og 51 hljómandi rödd. Kirkjan, sem er geysistór, gefur hljómi orgelsins mikla fyllingu og eykur mjög á fegurð þess, líkt og Skálholtskirkja gerir við sitt orgel. Á efnisskránni voiu verk eftir Buxtehude, Kraft, Baeh, César Franek og Pál lsólfsson. Tónleikarnir þóttu vel sóttir. Seinni tónleikarnir voru tveim dög- um síðar í Maríukirkjunni í Liibeck. Orgelið, sem ég lék i þar, var hið svo- nefnda Totentanzorgel, 42 raddir. FrumgerS þess hafði staðið ailt frá árinu 1477 til 1942, en var þá gjtir- eyðilagt í loftárás og einnig annað orgel kirkjunnar, Buxtehudeorgelið, sein svo var kallað. Núverandi orgel er nákvœm eftir- líking gamla hljóðfeerisins, þar eð til voru teikningar og mál af hverjum einstökum hluta þess. Má því segja, að verSmæti þess hafi ekki algjörlega farið forgörðum. Möguleikar hafa verið á, að bera samau hljóm þessara hljóðfæra meS hjálp eldri hljóm- platna, og sagði mér herra Schomann, orgelsmiður lijá orgelverksmiðju Kempers, að hljómurinn sé hinn sami. Mikil er fegurð raddanna, sérstaklega eru Principal-raddirnar mjúkar og Mixtururnar eru bjartar og hvorki grófar né liáværar, og blandast vel Öðrum röddum hljóðfærisins. Aðal- Mixturan er allt aS tiföld. I góðu andrúmslofti Maríukirkj- unnar er gott aS undirbúa lónleika, raða saman röddum og litum, þar til hvert verk hefur þann hlæ, sem manni finnst eiga þar heima, en oft verður að leita lengi, því að livert nýtt orgei býr yfir mörgum leyndum möguleik- um. Fyrir löngu síðan var Buxtehude organisti í Mariukirkjunni. Þar hafa verk hans hljómað á sinn töfrandi hátt, og vissulega varð mér oft hugs- að til Buxtehudes, er ég heyrSi tónlist hans endurhljóma í mikilli hvelfingu kirkjunnar. Þessi merka kirkja geymir einnig spor Bachs, sem á unga aldri heim- sótti Buxtehude og lék fyrir hann og nam hjá honum. Prelúdían og fúgan i lis-moll eitii Buxtehude var á efnisskránni, og er hún einmitt sógð hafa veriS sérstakt eftirlæti J. S. Bachs. Einnig var d- moll Toccatan og fúgan eftir Bach ORGANISTABLABIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.