Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 4
sveitar Reykjavíkur og sljórnaði henni í 13 ár, hætti er hann var orð- inn lónlistarráðunautur Ríkisútvarpsins og vinna við það starf jókst. Árið 1922, 7. júlí, sameinuðust lúðrasveitirnar Harpa og Gýgja, sem þá voru einu starfandi lúðrasveitir í Reykjavík. Þetta reyndist góð blanda, þeir eldri (um fertugl) með' reynslu og góðan „tón", þeir yngri (um tvítugt) með eldlegan áhuga og tækni; Páll var þarna mitt á milli íum þrítugt), hristi og hrærði öllu saman svo lystilega þótti til fróðleiks og skemmtunar. Það var líka spilað mikið, starfað og ferðast á þessum árum. — Fyrst og fremst spilað svo til vikulega í bænum íá Austurvelli) og við öll í'þróttamót, leigð skip og farið í skemmtiferðir með bæjarbúa o. fl. til Akraness, upp í Hvalfjörð og Sundin blá. Þesrar ferðir gáfu oft góðan skilding, og ekki veitti af, því við vorum að' byggja Hljómskálann, sem er fyrsta félagsheimili Reykjavíkur. Þá var einnig farið suður með sjó, til Vesímannaeyja og austur um allar sveitir, upp í Borgarfjörð og víð'ar. Páll var með prikið (stjórnaði), hrókur alls fagnaðar, en sumir bíl- og sjóveikir, en allt fór þetta vel, svo af varð' þjóðarskemmt- un.. sem nú skal nánar skýrt frá: Það mun hafa verið veturinn 1925, að eirihverjum áhugamanni innan L. R. datt í hug og talaði um, að við ættum að fara hljómleika- ferð' vestur og norður um land. Þessu var vel tekið, og nú var tekið til óspilltra málanna með undirbúning allan, skipulagningu ferða- lagsins og æfingar. Það' var um mánaðamótin júlí—ágúst að lagt var í þessa fyrstu hljómleikaför með hljóðfæraflokk um landið. Farið var með „Botníu" vestur til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Haldnir voru hljómleikar (og böll) á þessum stöðum. 11 af þessum 21 manna hópi fóru rí&andi suður með hljóðfærin og spiluðu á 8—9 stöðum á leiðinni og Páll í jafnmörgum kirkjum. Alls staðar vel sótt af landsmönnum; hver sem vettlingi eða hesti gat valdið' mætti. Þetta varð sannkölluð sigurför og þjóðarskemmtun, en oft vorum við aumir á vissum stað' á líkamanum! Páll var þarna eins og höfðingi til forna í yfirreið um landið með hirðmenn sína. M. a. var stanzað í Surtshelli og spiluð nokkur lög og „fáir munu eftir leika", enda í nánd við Eiríksjökul. — Allir komust heilir heim, nokkuð þrekaðir að vísu, en ánægðir. — Síð'an hef ég hitt menn sem mundu komu okkar, höfðu þeir aldrei áður heyrt leikið á lúðra og tréblásturshljóðfæri, eð'a hvílíka fimi á orgel sem Páls. 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.